Barcelona hefur fengið góðar fréttir fyrir deildarleikinn gegn Recreativo um helgina. Argentínumaðurinn Leo Messi hefur fengið grænt ljós á að leika með liðinu á ný eftir langvarandi meiðsli.
Messi meiddist í Evrópuleiknum gegn Celtic snemma í mars og hefur verið sárt saknað í herbúðum Barcelona, sem hefur gengið illa í deildinni upp á síðkastið.