Nýtt starfsár hafið 21. nóvember 2008 06:00 Opið hús verður í Hallgrímskirkju á morgun á degi heilagrar Sesselju. Á morgun er opið hús í Hallgrímskirkju á degi heilagrar Sesselju og verður dyrum kirkjunnar lokið upp kl. 13.30. Dagskráin er þríþætt, kynning í tali og tónum á óratoríunni Ceceliu eftir Áskel Másson, kynning á nýjum geisladisk Mótettukórsins og dagskrá Listvinafélags Hallgrímskirkju. Listvinafélagið er nú að hefja sitt 27. starfsár og liggur fyrir viðamikil dagskrá næsta árið. En tilefnið er meira: Mótettukórinn hefur lokið upptökum og vinnslu á geisladiski sínum, Ljósið þitt lýsi mér, en diskurinn verður kominn á markað í næstu viku. Kórinn flytur af því tilefni nokkur lög af disknum og kynnir efni hans. Þá verður kynnt verkið Cecelia, óratoría sem Áskell Másson samdi við texta Thors Vilhjálmssonar með tóndæmum og frásögnum. Áskell segir frá verkinu, Thor Vilhjálmsson les upp og Mótettukórinn syngur. Verkið verður flutt í heild sinni á degi heilagrar Sesselju að ári. Thor kemur meira við sögu: Páll á Húsafelli mun á morgun leika á steinahörpu sína, en sýningu hans og Thors á myndum af heilagri Sesselju í forkirkju lýkur í næstu viku. Komandi starfsár Listvinfélagsins verður kynnt. Meðal þess sem er á döfinni eru tónleikar helgaðir Olivier Messiaën í desember. Í janúar verða hátíðartónleikar á 250 ára ártíð Georgs Friedrichs Händel þar sem Scola Cantorum ásamt barokkhljómsveit flytur Messias eftir tónskáldið. Efnt verður til Sigurbjörnsvöku á föstunni, sex miðvikudaga í röð, sem verða helgaðir sérstökum áhugaefnum Sigurbjörns Einarssonar biskups og fyrrverandi sóknarprests í sókninni. Að dagskrá lokinni á morgun er boðið upp á kaffi og kökur í suðursal kirkjunnar. - pbb Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Á morgun er opið hús í Hallgrímskirkju á degi heilagrar Sesselju og verður dyrum kirkjunnar lokið upp kl. 13.30. Dagskráin er þríþætt, kynning í tali og tónum á óratoríunni Ceceliu eftir Áskel Másson, kynning á nýjum geisladisk Mótettukórsins og dagskrá Listvinafélags Hallgrímskirkju. Listvinafélagið er nú að hefja sitt 27. starfsár og liggur fyrir viðamikil dagskrá næsta árið. En tilefnið er meira: Mótettukórinn hefur lokið upptökum og vinnslu á geisladiski sínum, Ljósið þitt lýsi mér, en diskurinn verður kominn á markað í næstu viku. Kórinn flytur af því tilefni nokkur lög af disknum og kynnir efni hans. Þá verður kynnt verkið Cecelia, óratoría sem Áskell Másson samdi við texta Thors Vilhjálmssonar með tóndæmum og frásögnum. Áskell segir frá verkinu, Thor Vilhjálmsson les upp og Mótettukórinn syngur. Verkið verður flutt í heild sinni á degi heilagrar Sesselju að ári. Thor kemur meira við sögu: Páll á Húsafelli mun á morgun leika á steinahörpu sína, en sýningu hans og Thors á myndum af heilagri Sesselju í forkirkju lýkur í næstu viku. Komandi starfsár Listvinfélagsins verður kynnt. Meðal þess sem er á döfinni eru tónleikar helgaðir Olivier Messiaën í desember. Í janúar verða hátíðartónleikar á 250 ára ártíð Georgs Friedrichs Händel þar sem Scola Cantorum ásamt barokkhljómsveit flytur Messias eftir tónskáldið. Efnt verður til Sigurbjörnsvöku á föstunni, sex miðvikudaga í röð, sem verða helgaðir sérstökum áhugaefnum Sigurbjörns Einarssonar biskups og fyrrverandi sóknarprests í sókninni. Að dagskrá lokinni á morgun er boðið upp á kaffi og kökur í suðursal kirkjunnar. - pbb
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira