Fredrikstad vann Brann 1-0 í norska boltanum í kvöld. Með sigrinum komst Fredrikstad í efsta sæti deildarinnar, hefur eins stigs forskot á Stabæk sem á leik til góða.
Garðar Jóhannsson var í byrjunarliði Fredrikstad en var tekinn af velli um miðjan seinni hálfleik. Eina mark leiksins skoraði Fernando Wallace í upphafi seinni hálfleiks.
Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru í byrjunarliði Brann en Gylfi Einarsson var á bekknum.