Fjárfestar kátir í Asíu 10. nóvember 2008 07:20 Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í Asíu í nótt eftir að kínversk stjórnvöld ákváðu að dæla fé inn í efnahagslífið með það fyrir augum að blása lífi í hagkerfið. Jafnvirði 586 milljarða bandaríkjadala verðum veitt inn á fasteignamarkaði og á fleiri staði vítt og breytt um land. Þar af verður háum fjárhæðum veitt til uppbyggingar til Sichuan-héraðs næstu tvö árin. Þá er inni í upphæðinni veruleg skattalækkun auk þess sem bankar og fjármálafyrirtæki fá auknar heimildir til að útlána í dreifðari héruðum Kína og til tæknifyrirtækja. Verulegur kippur varð í kauphölllinni í Sjanghæ í Kína við þetta og var veltan tæplega tvöfalt meiri en á venjulegum mánudegi. CSI-hlutabréfavísitalan þar í land stökk upp um fimm prósent. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan í Japan um 5,49 prósent. Svipuð hækkun var á öðrum mörkuðum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að aðgerðirnar séu viðamiklar og geti haft góð áhrif fyrir alþjóðlegt efnahagslíf. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í Asíu í nótt eftir að kínversk stjórnvöld ákváðu að dæla fé inn í efnahagslífið með það fyrir augum að blása lífi í hagkerfið. Jafnvirði 586 milljarða bandaríkjadala verðum veitt inn á fasteignamarkaði og á fleiri staði vítt og breytt um land. Þar af verður háum fjárhæðum veitt til uppbyggingar til Sichuan-héraðs næstu tvö árin. Þá er inni í upphæðinni veruleg skattalækkun auk þess sem bankar og fjármálafyrirtæki fá auknar heimildir til að útlána í dreifðari héruðum Kína og til tæknifyrirtækja. Verulegur kippur varð í kauphölllinni í Sjanghæ í Kína við þetta og var veltan tæplega tvöfalt meiri en á venjulegum mánudegi. CSI-hlutabréfavísitalan þar í land stökk upp um fimm prósent. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan í Japan um 5,49 prósent. Svipuð hækkun var á öðrum mörkuðum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að aðgerðirnar séu viðamiklar og geti haft góð áhrif fyrir alþjóðlegt efnahagslíf.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira