Mahamadou Diarra, leikmaður Real Madrid, mun gangast undir aðgerð á hné á morgun. Verður hann frá af þeim sökum frá tveimur upp í allt að sex mánuðum.
Diarra mun gangast undir speglunaraðgerð á hné eftir að hann kenndi sér meins á æfingu með liðinu.
Leikmenn Real Madrid hafa margir hverjir átt við ítrekuð meiðsli að stríða en liðið er sem stendur í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.
Ruud van Nistelrooy verður frá það sem eftir lifir tímabils vegna hnémeiðsla og hefur Klaas Jan Huntelaar verið fenginn í hans stað.