Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi 5. júní 2008 11:12 Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra. Mynd/AFP Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er í samræmi við spár enda óttast að verðbólga geti aukist verði vextirnir lækkaðir, líkt og Bloomberg-fréttaveitan greindi frá í gær. Verðbólga mældist 3,0 prósent í Bretlandi í apríl en verðbólgumarkmið Englandsbanka hljóðar upp á 2,0 prósent. Fari verðbólga yfir þrjú prósent verður Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, að gera grein fyrir hækkuninni frammi fyrir fjármálaráðherra. Slíkt gerðist fyrir rétt rúmu ári. Breska ríkisútvarpið bendir hins vegar á að seðlabankinn, líkt og bankar í fleiri löndum, sé á milli steins og sleggju enda hafi verð á matvælum og eldsneyti hækkað mikið samhliða því sem dregið hafi úr einkaneyslu. Í ofanálag lækkaði verð á húsnæði að jafnaði um 2,4 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum. Lækkun vaxta gæti fengið neytendur til að sleppa taki á veski sínu, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlar líkur eru hins vegar á því í bili, að sögn BBC. Að því er fram kom hjá Bloomberg-fréttaveitunni í gær er reiknað með því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum beggja vegna Atlantsála árið á enda. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er í samræmi við spár enda óttast að verðbólga geti aukist verði vextirnir lækkaðir, líkt og Bloomberg-fréttaveitan greindi frá í gær. Verðbólga mældist 3,0 prósent í Bretlandi í apríl en verðbólgumarkmið Englandsbanka hljóðar upp á 2,0 prósent. Fari verðbólga yfir þrjú prósent verður Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, að gera grein fyrir hækkuninni frammi fyrir fjármálaráðherra. Slíkt gerðist fyrir rétt rúmu ári. Breska ríkisútvarpið bendir hins vegar á að seðlabankinn, líkt og bankar í fleiri löndum, sé á milli steins og sleggju enda hafi verð á matvælum og eldsneyti hækkað mikið samhliða því sem dregið hafi úr einkaneyslu. Í ofanálag lækkaði verð á húsnæði að jafnaði um 2,4 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum. Lækkun vaxta gæti fengið neytendur til að sleppa taki á veski sínu, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlar líkur eru hins vegar á því í bili, að sögn BBC. Að því er fram kom hjá Bloomberg-fréttaveitunni í gær er reiknað með því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum beggja vegna Atlantsála árið á enda.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira