Nýr dagur Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 27. október 2008 06:30 Sólin reis upp í morgun á sínum tíma. Lífið gengur sinn vanagang. Ný vinnuvika er hafin. Við erum litlu nær um stöðu okkar. Eftirsjá og óvissa setja mark sitt á daginn. Bara ef við… En það þýðir lítið að sýta. Kapítalisminn reyndist stórgallað forrit, en vissum við það ekki? Hversu marga lukkuriddara höfum við séð falla sem hreyktu sér hvað hæst? Hversu oft höfum við séð hrungjarna stólpa standa um hríð og hverfa síðan á ruslahaug sögunnar? Veðrin geysast hjá, stabbinn skemmdur, bátarnir brotnir, heyin hrakin, miðin dauð, byggðirnar hrynja, fólkið flýr: öll okkar saga er mörkuð skammvinnri velsæld, búsæld um hríð og svo hörkutíð og þrengri kostum. Við höfum séð það áður og munum sjá harða tíma aftur. Nú eru framundan þeir tímar að flest fyrirtæki hverfa undir ríkisforsjá og enn mun þrengjast að frumkvæði manna til athafna. Viljum við það? Ekki til langs tíma. Menn yfir miðjan aldur muna þá tíð þegar fjármálakerfi var bundið á klafa pólitískra meðreiðarsveina. Viljum við þá tíma aftur? Það er andsnúið öllu sem yngra fólk hefur vanist og vill. Lokað samfélag á ekki lengur framtíð þess fólks. Stjórnmálahreyfingar riða til falls. Fjórir af hverjum tíu þekkjast ekki lengur stjórnmálaöflin í landinu. Sjö af hverjum tíu vilja hverfa undir evrópsku tilskipanirnar að fullu, ganga inn í þeirra kerfi. Ljúka þeirri einangrun myntarinnar sem hefur kostað almenning hér ófáar vinnustundir og valdið heimilunum miklum búsifjum og andvökunóttum. Embættismönnum hins ofbólgna ríkis og hagsmunagæslumönnum stjórnmálaflokkanna er sendur fingurinn og mikilvægt er að sú forréttindastétt verði reglulega hirt næstu misserin. Þar eru ekki undanskildir þeir sem fást nú við að skilja milli sauða og hafra samkvæmt gömlum meginreglum bankanna þegar smælingjar og smáfyrirtæki eru annarsvegar. Þær reglur hafa ekki enn breyst. Og þegar kemur til þess að brunaútsala á rýrum eigum fyrirtækja hefst reynir á opna umræðu hvernig reitunum verður skipt. Hverjir fá að hirða góssið. Á svo viðsjárverðum tímum er mikilvægt að almenningur haldi vöku sinni og láti í sér heyra. Uppgjörið á Íslandi hefur farið fram í lokuðum herbergjum, á lokuðum rásum. Það verður að breytast. Tjónið er okkar allra og því verður að gera kröfur til þess að sala á tjónagripunum fari fram fyrir opnum tjöldum. Og það er umræða sem verður að að eiga sér rýmra pláss en nú er gefið í spjallþáttunum. „Því miður verðum við að hætta hér - tíminn er búinn" á ekki lengur við. Um leið og uppstokkun á fyrirtækjakerfi landsins hefst er viðbúið að lögfræðistofur fái þau verkefni að lögsækja út og suður og dómstólar fyllist af harkalegum uppgjörum og lagaþrætum sem bætast við sársaukafullt uppgjör við forkólfa hins liðna fjármálalífs. Þá er mikilvægt að líta fram á veginn. Viðskiptasambönd kunna að hafa slitnað en græðast á ný: hversu oft hafa viðskiptamenn íslenskra fyrirtækja ekki séð gjaldþrot og tapaðar kröfur? Útflutningur heldur áfram á hefðbundnum framleiðsluvörum. Útrásin er ekki hætt. Henni höldum við áfram, reynslunni ríkari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Sólin reis upp í morgun á sínum tíma. Lífið gengur sinn vanagang. Ný vinnuvika er hafin. Við erum litlu nær um stöðu okkar. Eftirsjá og óvissa setja mark sitt á daginn. Bara ef við… En það þýðir lítið að sýta. Kapítalisminn reyndist stórgallað forrit, en vissum við það ekki? Hversu marga lukkuriddara höfum við séð falla sem hreyktu sér hvað hæst? Hversu oft höfum við séð hrungjarna stólpa standa um hríð og hverfa síðan á ruslahaug sögunnar? Veðrin geysast hjá, stabbinn skemmdur, bátarnir brotnir, heyin hrakin, miðin dauð, byggðirnar hrynja, fólkið flýr: öll okkar saga er mörkuð skammvinnri velsæld, búsæld um hríð og svo hörkutíð og þrengri kostum. Við höfum séð það áður og munum sjá harða tíma aftur. Nú eru framundan þeir tímar að flest fyrirtæki hverfa undir ríkisforsjá og enn mun þrengjast að frumkvæði manna til athafna. Viljum við það? Ekki til langs tíma. Menn yfir miðjan aldur muna þá tíð þegar fjármálakerfi var bundið á klafa pólitískra meðreiðarsveina. Viljum við þá tíma aftur? Það er andsnúið öllu sem yngra fólk hefur vanist og vill. Lokað samfélag á ekki lengur framtíð þess fólks. Stjórnmálahreyfingar riða til falls. Fjórir af hverjum tíu þekkjast ekki lengur stjórnmálaöflin í landinu. Sjö af hverjum tíu vilja hverfa undir evrópsku tilskipanirnar að fullu, ganga inn í þeirra kerfi. Ljúka þeirri einangrun myntarinnar sem hefur kostað almenning hér ófáar vinnustundir og valdið heimilunum miklum búsifjum og andvökunóttum. Embættismönnum hins ofbólgna ríkis og hagsmunagæslumönnum stjórnmálaflokkanna er sendur fingurinn og mikilvægt er að sú forréttindastétt verði reglulega hirt næstu misserin. Þar eru ekki undanskildir þeir sem fást nú við að skilja milli sauða og hafra samkvæmt gömlum meginreglum bankanna þegar smælingjar og smáfyrirtæki eru annarsvegar. Þær reglur hafa ekki enn breyst. Og þegar kemur til þess að brunaútsala á rýrum eigum fyrirtækja hefst reynir á opna umræðu hvernig reitunum verður skipt. Hverjir fá að hirða góssið. Á svo viðsjárverðum tímum er mikilvægt að almenningur haldi vöku sinni og láti í sér heyra. Uppgjörið á Íslandi hefur farið fram í lokuðum herbergjum, á lokuðum rásum. Það verður að breytast. Tjónið er okkar allra og því verður að gera kröfur til þess að sala á tjónagripunum fari fram fyrir opnum tjöldum. Og það er umræða sem verður að að eiga sér rýmra pláss en nú er gefið í spjallþáttunum. „Því miður verðum við að hætta hér - tíminn er búinn" á ekki lengur við. Um leið og uppstokkun á fyrirtækjakerfi landsins hefst er viðbúið að lögfræðistofur fái þau verkefni að lögsækja út og suður og dómstólar fyllist af harkalegum uppgjörum og lagaþrætum sem bætast við sársaukafullt uppgjör við forkólfa hins liðna fjármálalífs. Þá er mikilvægt að líta fram á veginn. Viðskiptasambönd kunna að hafa slitnað en græðast á ný: hversu oft hafa viðskiptamenn íslenskra fyrirtækja ekki séð gjaldþrot og tapaðar kröfur? Útflutningur heldur áfram á hefðbundnum framleiðsluvörum. Útrásin er ekki hætt. Henni höldum við áfram, reynslunni ríkari.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun