Sjálfsmark Riise tryggði Chelsea jafntefli 22. apríl 2008 20:38 John Arne Riise átti ekki gott kvöld NordcPhotos/GettyImages Fyrri leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar lauk með 1-1 jafntefli á Anfield í kvöld. Dirk Kuyt kom Liverpool í 1-0 skömmu fyrir leikhlé, en varamaðurinn John Arne Riise jafnaði metin fyrir Chelsea með sjálfsmarki þegar rúmar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Chelsea byrjaði leikinn betur í kvöld en Liverpool var heilt yfir sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Fernando Torres fékk besta færið áður en markið kom, en lét Petr Cech verja frá sér í úrvalsfæri. Hollendingurinn Dirk Kuyt sem kom Liverpool yfir tveimur mínútum fyrir leikhlé eftir varnarmistök hjá Chelsea og hefur hann því skorað í 16-liða, 8-liða og undanúrslitum keppninnar. Liverpool var heldur með frumkvæðið í síðari hálfleiknum en Chelsea-menn beittu skyndisóknum, sem því miður enduðu flestar á því að framherjinn Didier Drogba lá grenjandi í vellinum eftir að varnarmenn Liverpool komu við hann. Hann fékk líka að heyra það frá stuðningsmönnum Liverpool sem bauluðu á hann við hvert tækifæri. Fátt leit út fyrir annað en sigur heimamanna en þegar rúmar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótartíma komst Salomon Kalou upp vinstri vænginn og gaf fyrir. Þar var varamaðurinn John Arne Riise mættur og skallaði boltann í eigið net og tryggði Chelsea gríðarlega mikilvægt mark á útivelli. Síðari viðureign liðanna fer fram á Stamford Bridge í Lundúnum og þar nægir Chelsea nú markalaust jafntefli til að komast í úrslitaleikinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira
Fyrri leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar lauk með 1-1 jafntefli á Anfield í kvöld. Dirk Kuyt kom Liverpool í 1-0 skömmu fyrir leikhlé, en varamaðurinn John Arne Riise jafnaði metin fyrir Chelsea með sjálfsmarki þegar rúmar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Chelsea byrjaði leikinn betur í kvöld en Liverpool var heilt yfir sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Fernando Torres fékk besta færið áður en markið kom, en lét Petr Cech verja frá sér í úrvalsfæri. Hollendingurinn Dirk Kuyt sem kom Liverpool yfir tveimur mínútum fyrir leikhlé eftir varnarmistök hjá Chelsea og hefur hann því skorað í 16-liða, 8-liða og undanúrslitum keppninnar. Liverpool var heldur með frumkvæðið í síðari hálfleiknum en Chelsea-menn beittu skyndisóknum, sem því miður enduðu flestar á því að framherjinn Didier Drogba lá grenjandi í vellinum eftir að varnarmenn Liverpool komu við hann. Hann fékk líka að heyra það frá stuðningsmönnum Liverpool sem bauluðu á hann við hvert tækifæri. Fátt leit út fyrir annað en sigur heimamanna en þegar rúmar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótartíma komst Salomon Kalou upp vinstri vænginn og gaf fyrir. Þar var varamaðurinn John Arne Riise mættur og skallaði boltann í eigið net og tryggði Chelsea gríðarlega mikilvægt mark á útivelli. Síðari viðureign liðanna fer fram á Stamford Bridge í Lundúnum og þar nægir Chelsea nú markalaust jafntefli til að komast í úrslitaleikinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira