Sko Guðmundur Steingrímsson skrifar 18. október 2008 07:00 Ég persónulega er búinn að gera það algerlega upp við mig, að best sé núna að horfast fullkomlega í augu við það að hér á Íslandi er allt farið á versta veg. Ég veit fyrir víst að heill embættismannaher hefur unnið við það dag og nótt að slökkva elda eins og það er kallað á vinsælu líkingamáli. Mig grunar að fáir viti hvers lags kraftaverk eru unnin í því slökkvistarfi fyrir hönd þjóðarinnar á hverri klukkustund. Ég sendi baráttukveðjur. Við erum í djúpum skít, svo notað sé annað líkingamál og nú úr landbúnaði. Mér sýnist að flestir í kringum mig átti sig á svartri stöðu. Jafnvel hef ég á stundum lent í bölsýniskeppni á förnum vegi við kunningja, þar sem keppt er í bölsýnisspám og vinnur sá sem er svartsýnastur. Þjóðin er þess vegna, að ég held, alveg með á nótunum. Það þarf ekkert að fegra þessa mynd. Margir bjuggust við þessum ósköpum. Meginþorri almennings held ég að hafi fyrir löngu áttað sig á því að þetta útrásarbrölt allt saman var í meira lagi grunsamlegt og að allir þessir Range Roverar, sem nú heita Game Overar, væru í raun bensínlausir. Flestum held ég að líði dálítið eins og í fjölskyldu, þar sem einn bróðirinn er búinn að tala hátt í fjölskylduboðum um nokkurt skeið, og nú er komið í ljós að hann hafði veðsett hús foreldranna upp í topp og er núna með allt niðrum sig. Óheppni, segir hann. Hinir dæsa. Þetta er auðvitað gömul saga og ný, svona rugl. En það breytir ekki því að nú þarf að halda fjölskyldufund, svo ég noti enn eina líkinguna, og gera samning: Ef við sem búum í þessu landi eigum að bretta upp ermar og hefja endurreisnarstarfið - og ég fyrir mitt leyti skal alveg djöflast eins og brjálæðingur, ekki síst fyrir hönd barnanna minna sem ég vil síður að þurfi að bogra hér í skuldafangelsi lungað úr 21.öldinni - að þá þurfa nokkrir hlutir að vera á hreinu áður en við hefjumst handa: 1)Þeir sem eiga sök á þessu þurfa að skammast sín. 2) Þetta má ekki gerast aftur. 3) Skýra sýn, takk. Pólitíska. Hvar, svo ég noti nú sívinsælt líkingamál úr siglingum, ætlum við í þessu beljandi fárviðri að bera að landi og í örugga höfn? Hvert er förinni heitið? Þessu þarf skipstjórinn að svara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Ég persónulega er búinn að gera það algerlega upp við mig, að best sé núna að horfast fullkomlega í augu við það að hér á Íslandi er allt farið á versta veg. Ég veit fyrir víst að heill embættismannaher hefur unnið við það dag og nótt að slökkva elda eins og það er kallað á vinsælu líkingamáli. Mig grunar að fáir viti hvers lags kraftaverk eru unnin í því slökkvistarfi fyrir hönd þjóðarinnar á hverri klukkustund. Ég sendi baráttukveðjur. Við erum í djúpum skít, svo notað sé annað líkingamál og nú úr landbúnaði. Mér sýnist að flestir í kringum mig átti sig á svartri stöðu. Jafnvel hef ég á stundum lent í bölsýniskeppni á förnum vegi við kunningja, þar sem keppt er í bölsýnisspám og vinnur sá sem er svartsýnastur. Þjóðin er þess vegna, að ég held, alveg með á nótunum. Það þarf ekkert að fegra þessa mynd. Margir bjuggust við þessum ósköpum. Meginþorri almennings held ég að hafi fyrir löngu áttað sig á því að þetta útrásarbrölt allt saman var í meira lagi grunsamlegt og að allir þessir Range Roverar, sem nú heita Game Overar, væru í raun bensínlausir. Flestum held ég að líði dálítið eins og í fjölskyldu, þar sem einn bróðirinn er búinn að tala hátt í fjölskylduboðum um nokkurt skeið, og nú er komið í ljós að hann hafði veðsett hús foreldranna upp í topp og er núna með allt niðrum sig. Óheppni, segir hann. Hinir dæsa. Þetta er auðvitað gömul saga og ný, svona rugl. En það breytir ekki því að nú þarf að halda fjölskyldufund, svo ég noti enn eina líkinguna, og gera samning: Ef við sem búum í þessu landi eigum að bretta upp ermar og hefja endurreisnarstarfið - og ég fyrir mitt leyti skal alveg djöflast eins og brjálæðingur, ekki síst fyrir hönd barnanna minna sem ég vil síður að þurfi að bogra hér í skuldafangelsi lungað úr 21.öldinni - að þá þurfa nokkrir hlutir að vera á hreinu áður en við hefjumst handa: 1)Þeir sem eiga sök á þessu þurfa að skammast sín. 2) Þetta má ekki gerast aftur. 3) Skýra sýn, takk. Pólitíska. Hvar, svo ég noti nú sívinsælt líkingamál úr siglingum, ætlum við í þessu beljandi fárviðri að bera að landi og í örugga höfn? Hvert er förinni heitið? Þessu þarf skipstjórinn að svara.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun