Leikið til góðs 26. september 2008 05:30 Við æfingar Martin Berkofsky og Einar Jóhannesson tóku á því í Salnum á miðvikudag.Fréttablaðið/valli Píanóleikarinn Martin Berkofsky og klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson koma fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi kl. 17 á sunnudag. Einar Jóhannesson þarf vart að kynna fyrir lesendum en hann er einn af fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar. Martin Berkofsky er þrautreyndur bandarískur píanóleikari. Hann bjó hér á landi á árum áður og það var einmitt hér sem hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að lenda í mótórhjólaslysi. Berkofsky meiddist talsvert, en lét það þó ekki aftra sér frá því að koma fram á tónleikum aðeins fáeinum vikum eftir slysið. Árið 2000 greindist Berkofsky svo með krabbamein, en hafði blessunarlega betur í baráttu sinni við það. Eftir þá reynslu ákvað hann að helga líf sitt góðgerðarstarfsemi og hefur síðan þá ekki þegið greiðslu fyrir að koma fram á tónleikum, heldur lætur hann laun sín ávallt renna til góðgerðarmála. Berkofsky stundar að auki maraþonhlaup af miklum móð og hleypur reglulega til góðs. Þannig hljóp hann til að mynda frá Tulsa til Oklahoma til þess að safna fé til kaupa á krabbameinsleitartæki fyrir sjúkrahúsið í Tulsa, en þar gekkst hann sjálfur einmitt undir krabbameinsmeðferð. Á efnisskrá þeirra Einars og Martins á sunnudag eru verk eftir tónskáld á borð við Schumann, Brahms og Þorkel Sigurbjörnsson. Miðasala fer fram í Salnum og er miðaverð 3.900 krónur. Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Píanóleikarinn Martin Berkofsky og klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson koma fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi kl. 17 á sunnudag. Einar Jóhannesson þarf vart að kynna fyrir lesendum en hann er einn af fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar. Martin Berkofsky er þrautreyndur bandarískur píanóleikari. Hann bjó hér á landi á árum áður og það var einmitt hér sem hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að lenda í mótórhjólaslysi. Berkofsky meiddist talsvert, en lét það þó ekki aftra sér frá því að koma fram á tónleikum aðeins fáeinum vikum eftir slysið. Árið 2000 greindist Berkofsky svo með krabbamein, en hafði blessunarlega betur í baráttu sinni við það. Eftir þá reynslu ákvað hann að helga líf sitt góðgerðarstarfsemi og hefur síðan þá ekki þegið greiðslu fyrir að koma fram á tónleikum, heldur lætur hann laun sín ávallt renna til góðgerðarmála. Berkofsky stundar að auki maraþonhlaup af miklum móð og hleypur reglulega til góðs. Þannig hljóp hann til að mynda frá Tulsa til Oklahoma til þess að safna fé til kaupa á krabbameinsleitartæki fyrir sjúkrahúsið í Tulsa, en þar gekkst hann sjálfur einmitt undir krabbameinsmeðferð. Á efnisskrá þeirra Einars og Martins á sunnudag eru verk eftir tónskáld á borð við Schumann, Brahms og Þorkel Sigurbjörnsson. Miðasala fer fram í Salnum og er miðaverð 3.900 krónur.
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira