Dregur úr verðbólgu innan Evrópusambandsins 29. ágúst 2008 10:05 Ólíklegt þykir að Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, lækki stýrivexti á árinu þrátt fyrir að draga sé úr verðbólgu. Mynd/AFP Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins eru svartsýni um horfur í efnahagsmálum en í júlí, samkvæmt nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er verri niðurstaða en hagfræðingar höfðu reiknað með í könnun Bloomberg-fréttastofunnar. Þrátt fyrir þetta dró úr verðbólgu sem hefur ekki verið meiri í sextán ár upp á síðkastið. Hún lækkaði um 0,2 prósent á milli mánaða og endaði í 3,8 prósentum. Það er í samræmi við spár enda olíuverð, sem hefur haldið verðbólgutölunum uppi í sumar, lækkað um 20 prósent frá hæsta lokaverði í júlí. Mjög dró úr verðbólgu í Þýskalandi, Spáni og í Belgíu. Miklu munar um verðbólgutölurnar í Þýskalandi enda er það stærsta hagkerfið innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Væntingarvísitalan lækkaði úr 89,5 stigum í síðasta mánuði í 88,8 stig nú. Tuttugu og sex hagfræðingar sem þátt tóku í könnun Bloomberg spáðu því hins vegar að vísitalan myndi enda nær 89,3 stigum. Bloomberg hefur engu að síður eftir þátttakendum að þótt draga sé úr verðbólgu muni hún haldast við þessi gildi út árið og því sé ólíklegt að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti á næstunni þar sem verðbólga er enn talsvert yfir verðbólgumarkmiðum bankans. Stýrivextir á evrusvæðinu standa nú í 4,25 prósentum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins eru svartsýni um horfur í efnahagsmálum en í júlí, samkvæmt nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er verri niðurstaða en hagfræðingar höfðu reiknað með í könnun Bloomberg-fréttastofunnar. Þrátt fyrir þetta dró úr verðbólgu sem hefur ekki verið meiri í sextán ár upp á síðkastið. Hún lækkaði um 0,2 prósent á milli mánaða og endaði í 3,8 prósentum. Það er í samræmi við spár enda olíuverð, sem hefur haldið verðbólgutölunum uppi í sumar, lækkað um 20 prósent frá hæsta lokaverði í júlí. Mjög dró úr verðbólgu í Þýskalandi, Spáni og í Belgíu. Miklu munar um verðbólgutölurnar í Þýskalandi enda er það stærsta hagkerfið innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Væntingarvísitalan lækkaði úr 89,5 stigum í síðasta mánuði í 88,8 stig nú. Tuttugu og sex hagfræðingar sem þátt tóku í könnun Bloomberg spáðu því hins vegar að vísitalan myndi enda nær 89,3 stigum. Bloomberg hefur engu að síður eftir þátttakendum að þótt draga sé úr verðbólgu muni hún haldast við þessi gildi út árið og því sé ólíklegt að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti á næstunni þar sem verðbólga er enn talsvert yfir verðbólgumarkmiðum bankans. Stýrivextir á evrusvæðinu standa nú í 4,25 prósentum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira