Woolworths skilar mettapi 17. september 2008 10:15 Rekstrartap bresku verslanakeðjunnar Woolworths nam rétt tæpum 100 milljónum punda, jafnvirði 16,4 milljarða íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er mesta tap í sögu verslunarinnar. Á sama tíma í fyrra hljóðaði tapið upp á tæpar 64 milljónir punda. Baugur á um ellefu prósenta hlut í versluninni og lagði fyrir nokkru fram yfirtökutilboð í rúmlega 800 verslanir hennar ásamt Malcolm Walker, forstjóra bresku matvörukeðjunnar Iceland. Tilboðið hljóðaði upp á 50 milljónir punda en stjórnin vísaði því út af borðinu eftir að málið lak í fjölmiðla. Þá hefur Reuters-fréttastofan eftir Richard North, stjórnarformanni verslunarinnar, að verslunin sé tilbúin til viðræðna við „þriðja aðila“ um framtíð smásöluhluta Woolworths. Breska viðskiptablaðið Financial Times hefur hefur Steve Johnson, nýráðnum forstjóra Woolworths, að verslunin þurfi á endurskipulagningu að halda og þurfi að beina sjónum sínum nú að grundvallaratriðum í rekstri verslunarinnar. Hann segir hins vegar að viðsnúningur á rekstri verslunarinnar verði ekki auðveldur og muni taka langan tíma. Tekjur Woolworths námu 1,11 milljörðum punda á tímabilinu, sem er þriggja prósenta samdráttur á milli ára. Financial Times segir niðurstöðuna slæma og hafi Landsbankinn í Bretlandi mælt með því að fjárfestar dragi úr stöðu sinni í Woolworths. Gengi bréfa í Woolworths féllu um fjögur prósent á breskum hlutabréfamarkaði í dag og fóru í 5,8 pens á hlut. Skömmu síðar tóku þau sveig upp á við og standa nú í 0,17 prósenta plús. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rekstrartap bresku verslanakeðjunnar Woolworths nam rétt tæpum 100 milljónum punda, jafnvirði 16,4 milljarða íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er mesta tap í sögu verslunarinnar. Á sama tíma í fyrra hljóðaði tapið upp á tæpar 64 milljónir punda. Baugur á um ellefu prósenta hlut í versluninni og lagði fyrir nokkru fram yfirtökutilboð í rúmlega 800 verslanir hennar ásamt Malcolm Walker, forstjóra bresku matvörukeðjunnar Iceland. Tilboðið hljóðaði upp á 50 milljónir punda en stjórnin vísaði því út af borðinu eftir að málið lak í fjölmiðla. Þá hefur Reuters-fréttastofan eftir Richard North, stjórnarformanni verslunarinnar, að verslunin sé tilbúin til viðræðna við „þriðja aðila“ um framtíð smásöluhluta Woolworths. Breska viðskiptablaðið Financial Times hefur hefur Steve Johnson, nýráðnum forstjóra Woolworths, að verslunin þurfi á endurskipulagningu að halda og þurfi að beina sjónum sínum nú að grundvallaratriðum í rekstri verslunarinnar. Hann segir hins vegar að viðsnúningur á rekstri verslunarinnar verði ekki auðveldur og muni taka langan tíma. Tekjur Woolworths námu 1,11 milljörðum punda á tímabilinu, sem er þriggja prósenta samdráttur á milli ára. Financial Times segir niðurstöðuna slæma og hafi Landsbankinn í Bretlandi mælt með því að fjárfestar dragi úr stöðu sinni í Woolworths. Gengi bréfa í Woolworths féllu um fjögur prósent á breskum hlutabréfamarkaði í dag og fóru í 5,8 pens á hlut. Skömmu síðar tóku þau sveig upp á við og standa nú í 0,17 prósenta plús.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira