Birgir Leifur Hafþórsson hefur dregið sig úr keppni á opna ítalska mótinu í golfi sem hefst á morgun en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Hann ákvað þetta eftir að hafa ráðfært sig við lækni Evrópumótaraðarinnar en þetta kemur fram á kylfingur.is í dag.
Birgir Leifur hefur átt við meiðsli að stríða í allan vetur og sagði hann að von væri á fréttatilkynningu frá sér varðandi þau.