Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Þarna mætast liðin sem eru í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar en sem stendur er Barcelona með fjögurra stiga forystu á Villarreal á toppi deildarinnar.
Eiður er á miðjunni ásamt Xavi og Yaya Toure. Fyrr í kvöld greindi Vísir frá því að Eiður Smári væri á bekknum hjá Barcelona en þær fréttir voru byggðar á röngum upplýsingum. Beðist er velvirðingar á því.
Leikurinn hófst klukkan 21.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.