Lágflug á helstu mörkuðum 2. júní 2008 09:21 Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Fjármálafyrirtæki og flugfélög leiða lækkun dagsins. Gengi bréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Bradford & Bingley féll um rúm 24 prósent eftir að stjórnendur fyrirtæksins greindu frá því að þeir hefðu selt bandaríska fjárfestingarsjóðnum TPG 23 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir tæpar 179 milljónir punda, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna. Hagnaður bankans nam 56 milljónum punda á fyrstu fjórum mánuðum ársins en það er 48 prósenta sadráttur á milli ára. Fyrirtækið leitaði eftir því að ná inn 300 milljónum punda með hlutafjárútboði til að bæta í dræmar afkomutölur. Útlit er fyrir að það nái tæpum 260 milljónum í kassann. Þetta er fyrsta almenna lækkunin eftir hækkun í fjóra viðskiptadaga í evrópskum kauphöllum, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni nú er verðhækkun á hráolíu, sem óttast er að setji skarð í afkomutölur flug- og rekstrarfélaga, og líkur á frekari afskriftum banka og fjármálafyrirtækja sem muni draga úr hagvexti í álfunni. Bloomberg hefur eftir Dieter Winer, framkvæmdastjóra hjá svissneskum sjóði, að þótt það versta sé yfirstaðið á fjármálamörkuðum þá sé titringurinn nú eftirskjálftar. „Fjármálakreppan heldur áfram," segir hann. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,86 prósent það sem af er dags. Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur á móti lækkað um 1,06 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi um 1,41 prósent.Lækkun er sömuleiðis á norrænum mörkuðum. Samnorræna hlutabréfavísitalan OMX 40 hefur lækkað um 1,44 prósent. Mest er lækkunin í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð, eða um 1,24 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Fjármálafyrirtæki og flugfélög leiða lækkun dagsins. Gengi bréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Bradford & Bingley féll um rúm 24 prósent eftir að stjórnendur fyrirtæksins greindu frá því að þeir hefðu selt bandaríska fjárfestingarsjóðnum TPG 23 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir tæpar 179 milljónir punda, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna. Hagnaður bankans nam 56 milljónum punda á fyrstu fjórum mánuðum ársins en það er 48 prósenta sadráttur á milli ára. Fyrirtækið leitaði eftir því að ná inn 300 milljónum punda með hlutafjárútboði til að bæta í dræmar afkomutölur. Útlit er fyrir að það nái tæpum 260 milljónum í kassann. Þetta er fyrsta almenna lækkunin eftir hækkun í fjóra viðskiptadaga í evrópskum kauphöllum, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni nú er verðhækkun á hráolíu, sem óttast er að setji skarð í afkomutölur flug- og rekstrarfélaga, og líkur á frekari afskriftum banka og fjármálafyrirtækja sem muni draga úr hagvexti í álfunni. Bloomberg hefur eftir Dieter Winer, framkvæmdastjóra hjá svissneskum sjóði, að þótt það versta sé yfirstaðið á fjármálamörkuðum þá sé titringurinn nú eftirskjálftar. „Fjármálakreppan heldur áfram," segir hann. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,86 prósent það sem af er dags. Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur á móti lækkað um 1,06 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi um 1,41 prósent.Lækkun er sömuleiðis á norrænum mörkuðum. Samnorræna hlutabréfavísitalan OMX 40 hefur lækkað um 1,44 prósent. Mest er lækkunin í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð, eða um 1,24 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira