Lágflug á helstu mörkuðum 2. júní 2008 09:21 Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Fjármálafyrirtæki og flugfélög leiða lækkun dagsins. Gengi bréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Bradford & Bingley féll um rúm 24 prósent eftir að stjórnendur fyrirtæksins greindu frá því að þeir hefðu selt bandaríska fjárfestingarsjóðnum TPG 23 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir tæpar 179 milljónir punda, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna. Hagnaður bankans nam 56 milljónum punda á fyrstu fjórum mánuðum ársins en það er 48 prósenta sadráttur á milli ára. Fyrirtækið leitaði eftir því að ná inn 300 milljónum punda með hlutafjárútboði til að bæta í dræmar afkomutölur. Útlit er fyrir að það nái tæpum 260 milljónum í kassann. Þetta er fyrsta almenna lækkunin eftir hækkun í fjóra viðskiptadaga í evrópskum kauphöllum, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni nú er verðhækkun á hráolíu, sem óttast er að setji skarð í afkomutölur flug- og rekstrarfélaga, og líkur á frekari afskriftum banka og fjármálafyrirtækja sem muni draga úr hagvexti í álfunni. Bloomberg hefur eftir Dieter Winer, framkvæmdastjóra hjá svissneskum sjóði, að þótt það versta sé yfirstaðið á fjármálamörkuðum þá sé titringurinn nú eftirskjálftar. „Fjármálakreppan heldur áfram," segir hann. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,86 prósent það sem af er dags. Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur á móti lækkað um 1,06 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi um 1,41 prósent.Lækkun er sömuleiðis á norrænum mörkuðum. Samnorræna hlutabréfavísitalan OMX 40 hefur lækkað um 1,44 prósent. Mest er lækkunin í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð, eða um 1,24 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Fjármálafyrirtæki og flugfélög leiða lækkun dagsins. Gengi bréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Bradford & Bingley féll um rúm 24 prósent eftir að stjórnendur fyrirtæksins greindu frá því að þeir hefðu selt bandaríska fjárfestingarsjóðnum TPG 23 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir tæpar 179 milljónir punda, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna. Hagnaður bankans nam 56 milljónum punda á fyrstu fjórum mánuðum ársins en það er 48 prósenta sadráttur á milli ára. Fyrirtækið leitaði eftir því að ná inn 300 milljónum punda með hlutafjárútboði til að bæta í dræmar afkomutölur. Útlit er fyrir að það nái tæpum 260 milljónum í kassann. Þetta er fyrsta almenna lækkunin eftir hækkun í fjóra viðskiptadaga í evrópskum kauphöllum, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni nú er verðhækkun á hráolíu, sem óttast er að setji skarð í afkomutölur flug- og rekstrarfélaga, og líkur á frekari afskriftum banka og fjármálafyrirtækja sem muni draga úr hagvexti í álfunni. Bloomberg hefur eftir Dieter Winer, framkvæmdastjóra hjá svissneskum sjóði, að þótt það versta sé yfirstaðið á fjármálamörkuðum þá sé titringurinn nú eftirskjálftar. „Fjármálakreppan heldur áfram," segir hann. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,86 prósent það sem af er dags. Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur á móti lækkað um 1,06 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi um 1,41 prósent.Lækkun er sömuleiðis á norrænum mörkuðum. Samnorræna hlutabréfavísitalan OMX 40 hefur lækkað um 1,44 prósent. Mest er lækkunin í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð, eða um 1,24 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira