Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona sem mætir Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona sem mætti Real Madrid í síðustu helgi en varamaður hans í þeim leik, Sergio Busquets, tekur stöðu hans í byrjunarliðinu nú.
Lionel Messi, Samuel Eto'o og Thierry Henry eru í fremstu víglínu og þeir Xavi og Seydou Keita með Busquets á miðjunni.
Leikurinn hefst klukkan 18.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.

