Konur, kór og kontrabassi 24. október 2008 09:00 Kristján ásamt Önnu Þorvaldsdóttur tónskáldi en hún á einmitt verk á tónleikunum á morgun. Fréttablaðið/GVA Kristján Sigurleifsson bassaleikari stendur fyrir allsérstæðum tónleikum í hádeginu á morgun. Þá kemur hann fram ásamt kammerkórnum Hljómeyki og flytur þrjú ný verk eftir íslensk kventónskáld. Tónskáldin sem um ræðir eru þær Hildigunnur Halldórsdóttir, Anna Þorvaldsdóttir og Þóra Marteinsdóttir. Kristján er þó heilinn á bak við tónleikana enda segist hann lengi hafa haft áhuga á því að flytja tónlist fyrir kontrabassa og kór. „Kontrabassinn er þannig hljóðfæri að hljómur hans berst ekkert sérstaklega vel. Það er því lítið vit í að semja og flytja verk fyrir kontrabassa og hljómsveit vegna þess að hin hljóðfærin myndu einfaldlega yfirgnæfa bassann. En ég hef alltaf séð fyrir mér að kór væri mikið hentugri meðleikari fyrir kontrabassa þar sem röddin er svo mjúkt hljóðfæri. Ástæðan fyrir því að ég fékk kventónskáld til þess að semja verkin er svo sú að mér hefur alltaf þótt íslensk kventónskáld semja afar hljómræna og fallega tónlist fyrir kóra; kannski er það vegna þess að þær hafa margar verið í kór sjálfar." Enn sem komið er hafa aðeins ofangreindu tónskáldin þrjú tekið þátt í verkefninu með Kristjáni, en hann vill gjarnan bæta fleirum við. „Draumurinn hjá mér er að fara lengra með þessa hugmynd; ég vil endilega fá kventónskáld til að semja tvö til þrjú verk til viðbótar og stefni að því að taka þau svo upp síðar meir. En þetta er langtímaverkefni, þannig að ég veit ekki hvenær af þessu verður." Á tónleikunum á morgun flytur Hljómeyki að auki eitt verk eftir Ríkharð Örn Pálsson. Tónleikarnir fara fram í tónleikasalnum Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast kl. 12 á hádegi. Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Kristján Sigurleifsson bassaleikari stendur fyrir allsérstæðum tónleikum í hádeginu á morgun. Þá kemur hann fram ásamt kammerkórnum Hljómeyki og flytur þrjú ný verk eftir íslensk kventónskáld. Tónskáldin sem um ræðir eru þær Hildigunnur Halldórsdóttir, Anna Þorvaldsdóttir og Þóra Marteinsdóttir. Kristján er þó heilinn á bak við tónleikana enda segist hann lengi hafa haft áhuga á því að flytja tónlist fyrir kontrabassa og kór. „Kontrabassinn er þannig hljóðfæri að hljómur hans berst ekkert sérstaklega vel. Það er því lítið vit í að semja og flytja verk fyrir kontrabassa og hljómsveit vegna þess að hin hljóðfærin myndu einfaldlega yfirgnæfa bassann. En ég hef alltaf séð fyrir mér að kór væri mikið hentugri meðleikari fyrir kontrabassa þar sem röddin er svo mjúkt hljóðfæri. Ástæðan fyrir því að ég fékk kventónskáld til þess að semja verkin er svo sú að mér hefur alltaf þótt íslensk kventónskáld semja afar hljómræna og fallega tónlist fyrir kóra; kannski er það vegna þess að þær hafa margar verið í kór sjálfar." Enn sem komið er hafa aðeins ofangreindu tónskáldin þrjú tekið þátt í verkefninu með Kristjáni, en hann vill gjarnan bæta fleirum við. „Draumurinn hjá mér er að fara lengra með þessa hugmynd; ég vil endilega fá kventónskáld til að semja tvö til þrjú verk til viðbótar og stefni að því að taka þau svo upp síðar meir. En þetta er langtímaverkefni, þannig að ég veit ekki hvenær af þessu verður." Á tónleikunum á morgun flytur Hljómeyki að auki eitt verk eftir Ríkharð Örn Pálsson. Tónleikarnir fara fram í tónleikasalnum Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast kl. 12 á hádegi.
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira