Cannes-hátíðin hafin Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 15. maí 2008 06:00 Rúnar Rúnarsson á mynd í keppni stuttmynda um Gullpálmann í Cannes. Kvikmyndahátíðin í Cannes er hafin og streymir þangað margt stórmennið. Íslenska stuttmyndin Smáfuglar (2 Birds) eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin í aðalkeppni hátíðarinnar og keppir því um Gullpálmann í ár. Þetta er í annað sinn sem íslensk stuttmynd er valin til keppni í Cannes, en árið 1993 keppti stuttmynd Ingu Lísu Middleton, Ævintýri á okkar tímum, um Gullpálmann. Verðlaunaafhendingin fer fram sunnudaginn 25. maí, en þá er lokahóf kvikmyndahátíðarinnar. Samhliða kvikmyndahátíðinni er í Cannes mjög öflugur kvikmyndamarkaður þar sem kaupendur og seljendur kvikmynda alls staðar að úr heiminum koma saman. Fimm íslenskar kvikmyndir verða sýndar að þessu sinni á markaðssýningum í Cannes en það eru Astrópía (Gunnar B. Guðmundsson), Duggholufólkið (Ari Kristinsson), Veðramót (Guðný Halldórsdóttir), The Amazing Truth About Queen Raquela (Ólafur De Fleur Jóhannesson) og Skrapp út (Sólveig Anspach). Tvær síðastnefndu myndirnar hafa enn ekki verið sýndar á Íslandi. Magnús Viðar Sigurðsson verður fulltrúi Íslendinga í „Producer on the move", en það er viðburður þar sem framleiðendur alls staðar að úr Evrópu koma saman og kynna sig og myndir sínar, ræða framtíðarverkefni og vinna að því að fá nýja aðila að verkum sínum. Starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru á svæðinu framleiðendum til halds og trausts, en miðstöðin hefur um langt skeið verið þátttakandi í markaðssetningu íslenskra kvikmynda í Cannes. Cannes Menning Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndahátíðin í Cannes er hafin og streymir þangað margt stórmennið. Íslenska stuttmyndin Smáfuglar (2 Birds) eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin í aðalkeppni hátíðarinnar og keppir því um Gullpálmann í ár. Þetta er í annað sinn sem íslensk stuttmynd er valin til keppni í Cannes, en árið 1993 keppti stuttmynd Ingu Lísu Middleton, Ævintýri á okkar tímum, um Gullpálmann. Verðlaunaafhendingin fer fram sunnudaginn 25. maí, en þá er lokahóf kvikmyndahátíðarinnar. Samhliða kvikmyndahátíðinni er í Cannes mjög öflugur kvikmyndamarkaður þar sem kaupendur og seljendur kvikmynda alls staðar að úr heiminum koma saman. Fimm íslenskar kvikmyndir verða sýndar að þessu sinni á markaðssýningum í Cannes en það eru Astrópía (Gunnar B. Guðmundsson), Duggholufólkið (Ari Kristinsson), Veðramót (Guðný Halldórsdóttir), The Amazing Truth About Queen Raquela (Ólafur De Fleur Jóhannesson) og Skrapp út (Sólveig Anspach). Tvær síðastnefndu myndirnar hafa enn ekki verið sýndar á Íslandi. Magnús Viðar Sigurðsson verður fulltrúi Íslendinga í „Producer on the move", en það er viðburður þar sem framleiðendur alls staðar að úr Evrópu koma saman og kynna sig og myndir sínar, ræða framtíðarverkefni og vinna að því að fá nýja aðila að verkum sínum. Starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru á svæðinu framleiðendum til halds og trausts, en miðstöðin hefur um langt skeið verið þátttakandi í markaðssetningu íslenskra kvikmynda í Cannes.
Cannes Menning Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira