Umboð til umbóta Auðunn Arnórsson skrifar 16. apríl 2008 06:00 Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi „Cavaliere", snýr aftur til valda. Ítalskir kjósendur ákváðu í kosningunum sem fram fóru á sunnudag og mánudag að gefa honum nýtt tækifæri eftir að miðju-vinstristjórn Romanos Prodi hafði spilað frá sér vinsældum og trúverðugleika með auknum álögum á almenning og ráðaleysi í mörgum málum sem mest brunnu á fólki eins og úrbætur í efnahags-, innflytjenda- og sorphirðumálum. Forsætisráðherraefni endurskipulagðs miðju-vinstribandalagsins, Walter Veltroni, tókst ekki að þvo hendur sínar af óvinsældum Prodi-stjórnarinnar og situr uppi með að hafa lotið í lægra haldi fyrir fjölmiðlajöfrinum umdeilda sem kominn er á áttræðisaldur. Berlusconi tekur við erfiðu búi. Höfuðvandamálin sem við er að etja á Ítalíu hafa legið fyrir í mörg ár: ítalska ríkið þarf á víðtæku umbótaátaki að halda til að færa stofnanir þess, stjórnsýslu og efnahagslíf til nútímalegri og skilvirkari vegar. En þótt flett hafi verið ofan af spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi, efnahagslægð fari síversnandi og stjórnmálaleiðtogar hafi keppzt um að heita umbótum hefur ekkert miðað. Það hefur heldur engu breytt að völdin færðust á víxl milli hægri- og vinstriblokkarinnar á síðustu árum; hömlurnar gegn því að umbætur kæmust í framkvæmd hafa reynzt of sterkar. Tvennt varðandi kosningaúrslitin nú gefur þó hóflega ástæðu til bjartsýni. Í fyrsta lagi hefur Berlusconi traustan meirihluta í báðum þingdeildum að baki sér, sem setur hann í mun sterkari stöðu til að koma nauðsynlegum umbótamálum í gegn en fyrri ríkisstjórn var í aðstöðu til að gera. Í öðru lagi virðist Berlusconi gera sér fulla grein fyrir því að nú sé komið að því að efna gefin fyrirheit um umbætur, þótt á þeim sex árum sem hann var forsætisráðherra hafi alls konar önnur mál - sem gjarnan tengdust hagsmunagæzlu fyrir fyrirtækjasamsteypu hans og persónulegri glímu forsætisráðherrans við réttarkerfið - flækzt fyrir því að hin fögru fyrirheit kæmust til framkvæmda. Spyrja má hvort maður sem kominn er yfir sjötugt hafi yfir þeirri orku að búa sem þarf til að árangur náist í þessum slag við tregðu umbótaóviljugs kerfisbákns, en á hinn bóginn má vænta þess að einmitt vegna þess að þetta er síðasta tækifæri Berlusconis til að marka spor sín í ítalska stjórnmálasögu vilji hann nýta það til að gera hluti sem hans verður minnzt fyrir. Þýðingarmeiri hluti en óvarkárar yfirlýsingar um menn og málefni sem annars hafa markað mjög orðstír hans til þessa. Fyrstu ummæli Berlusconis í sigurgleðinni að kvöldi kjördags gefa ástæðu til að trúa því að þetta sé einmitt tilfellið. Hann lýsti því strax yfir að erfiðir tímar væru framundan. Ríkisstjórn hans yrði að hrinda sársaukafullum umbótum í framkvæmd. Þá er bara eftir að sjá hvort hann getur staðið við stóru orðin - og treyst á að bandamenn hans sem sjá honum fyrir þingmeirihluta á borð við hinn umdeilda foringja Norðurbandalagsins, Umberto Bossi, bregðist ekki þegar á hólminn er komið. Þetta er síðasta tækifæri Berlusconis til að marka spor sín í ítalska stjórnmálasögu. Það vill hann nýta til að gera hluti sem hans verður minnzt fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi „Cavaliere", snýr aftur til valda. Ítalskir kjósendur ákváðu í kosningunum sem fram fóru á sunnudag og mánudag að gefa honum nýtt tækifæri eftir að miðju-vinstristjórn Romanos Prodi hafði spilað frá sér vinsældum og trúverðugleika með auknum álögum á almenning og ráðaleysi í mörgum málum sem mest brunnu á fólki eins og úrbætur í efnahags-, innflytjenda- og sorphirðumálum. Forsætisráðherraefni endurskipulagðs miðju-vinstribandalagsins, Walter Veltroni, tókst ekki að þvo hendur sínar af óvinsældum Prodi-stjórnarinnar og situr uppi með að hafa lotið í lægra haldi fyrir fjölmiðlajöfrinum umdeilda sem kominn er á áttræðisaldur. Berlusconi tekur við erfiðu búi. Höfuðvandamálin sem við er að etja á Ítalíu hafa legið fyrir í mörg ár: ítalska ríkið þarf á víðtæku umbótaátaki að halda til að færa stofnanir þess, stjórnsýslu og efnahagslíf til nútímalegri og skilvirkari vegar. En þótt flett hafi verið ofan af spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi, efnahagslægð fari síversnandi og stjórnmálaleiðtogar hafi keppzt um að heita umbótum hefur ekkert miðað. Það hefur heldur engu breytt að völdin færðust á víxl milli hægri- og vinstriblokkarinnar á síðustu árum; hömlurnar gegn því að umbætur kæmust í framkvæmd hafa reynzt of sterkar. Tvennt varðandi kosningaúrslitin nú gefur þó hóflega ástæðu til bjartsýni. Í fyrsta lagi hefur Berlusconi traustan meirihluta í báðum þingdeildum að baki sér, sem setur hann í mun sterkari stöðu til að koma nauðsynlegum umbótamálum í gegn en fyrri ríkisstjórn var í aðstöðu til að gera. Í öðru lagi virðist Berlusconi gera sér fulla grein fyrir því að nú sé komið að því að efna gefin fyrirheit um umbætur, þótt á þeim sex árum sem hann var forsætisráðherra hafi alls konar önnur mál - sem gjarnan tengdust hagsmunagæzlu fyrir fyrirtækjasamsteypu hans og persónulegri glímu forsætisráðherrans við réttarkerfið - flækzt fyrir því að hin fögru fyrirheit kæmust til framkvæmda. Spyrja má hvort maður sem kominn er yfir sjötugt hafi yfir þeirri orku að búa sem þarf til að árangur náist í þessum slag við tregðu umbótaóviljugs kerfisbákns, en á hinn bóginn má vænta þess að einmitt vegna þess að þetta er síðasta tækifæri Berlusconis til að marka spor sín í ítalska stjórnmálasögu vilji hann nýta það til að gera hluti sem hans verður minnzt fyrir. Þýðingarmeiri hluti en óvarkárar yfirlýsingar um menn og málefni sem annars hafa markað mjög orðstír hans til þessa. Fyrstu ummæli Berlusconis í sigurgleðinni að kvöldi kjördags gefa ástæðu til að trúa því að þetta sé einmitt tilfellið. Hann lýsti því strax yfir að erfiðir tímar væru framundan. Ríkisstjórn hans yrði að hrinda sársaukafullum umbótum í framkvæmd. Þá er bara eftir að sjá hvort hann getur staðið við stóru orðin - og treyst á að bandamenn hans sem sjá honum fyrir þingmeirihluta á borð við hinn umdeilda foringja Norðurbandalagsins, Umberto Bossi, bregðist ekki þegar á hólminn er komið. Þetta er síðasta tækifæri Berlusconis til að marka spor sín í ítalska stjórnmálasögu. Það vill hann nýta til að gera hluti sem hans verður minnzt fyrir.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun