Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði ágætlega á Estoril Open mótinu í Portúgal í dag þegar hann lék fyrsta hringinn á 69 höggum eða tveimur undir pari.
Birgir er í 39.-55. sæti á mótinu en efstu menn mótsins, Frakkinn Gregory Bourdy og Pablo Martin frá Spáni settu báðir vallarmet og léku á 63 höggum.