Handbolti

Sävehof í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hreiðar Guðmundsson og félagar í Sävehof gátu leyft sér að fagna í kvöld.
Hreiðar Guðmundsson og félagar í Sävehof gátu leyft sér að fagna í kvöld.

Sävehof er komið í undanúrslit í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir sigur á Lindesberg í kvöld, 29-23, og alls 3-0 í einvíginu.

Hreiðar Guðmundsson varði mark Sävehof í síðari hálfleik í kvöld og átti stórleik eftir því sem kemur fram í sænskum fjölmiðlum. Varði hann helming allra þeirra skota sem komu á hann.

Deildarmeistarar Hammarby hafa lent í miklum vandræðum með Guif sem Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður, þjálfar. Liðið vann fyrsta leikinn, 25-24, en Guif vann annan leik liðanna, 25-24. Liðin mætast í þriðja sinn á morgun en þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslit.

Staðan er nú 2-1 í einvígi H43 og Alingsås og 1-1 hjá Ystad og Redbergslid.

Hreiðar og félagar geta því notað næstu daga til að hvíla sig fyrir átökin í undanúrslitunum á meðan að önnur lið þurfa að spila áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×