Keppni á þriðja keppnisdegi CA-mótinu í heimsmótaröðinni í golfi er hafin en sýnt verður beint frá keppninni klukkan 19.00 á Stöð 2 Sporti.
CA-mótið er eitt þriggja í World Golf Championships-mótaröðinni en verðlaunaféð á mótinu reiknast bæði inn í PGA-mótaröðina sem og Evrópumótaröðina.
Fyrsta mótið var Accenture-mótið í holukeppni þar sem Tiger Woods vann öruggan sigur á Stewart Cink í úrslitaviðureigninni - 8&7.
Woods er sem stendur í þriðja sæti á mótinu á tíu höggum undir pari. Hann hefur klárað þrjár holur í dag og er á einu höggi yfir pari.
Geoff Ogilvy og Adam Scott eru báðir á tólf höggum undir pari eftir þrjár holur í dag. Scott er á þremur undir í dag en Ogilvy á pari.
Enginn hefur þó spilað betur í dag en Svíinn Daniel Chopra sem er á sjö höggum undir pari eftir fyrstu tíu holurnar. Hann er á samtals níu höggum undir pari í fjórða sæti.
Keppni hafin á Flórída
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn