Fjármálakreppunni lokið? 20. mars 2008 19:36 Frá bandarískum hlutabréfamarkaði. Fjármálasérfræðingar í Bandaríkjunum hafa verið afar jákvæðir í dag og hafa nokkrir þeirra kveðið svo fast að orði að aðgerðir bandaríska seðlabankans hafi leitt til þess að versta hríðin á hlutabréfamörkuðum sé yfirstaðin. Einn þeirra, Richard Bove, sem er velkunnur sérfræðingur í fjármálum vestanhafs, kvað svo sterkt að orði í samtali við bandarísku sjónvarpsfréttastöðina CNBC í dag, að fjármálakreppunni sé svo til lokið. Hann segir þó fleiri neikvæðar fréttir eiga eftir að birtast af fjármálamörkuðum. Áhrif þeirra verði hins vegar smávægilegar í samanburði við það sem á undan er gengið. Að sögn Boves markaði fall bandaríska fjárfestingarbankans Bear Stearns um síðustu helgi og sala hans botn niðursveiflunnar. Snörp viðbrögð bandaríska seðlabankans hafi hins vegar verið útslagið og telji hann ólíklegt að markaðurinn fari öllu neðar. Gagnrýnendur segja Bove hafa tekið stórt upp í sig en útiloka þó ekki að það versta sé yfirstaðið. Inn í jákvæðu fréttirnar spila verðlækkun á hráolíu, sem fór undir 100 dali á tunnu í dag, og lækkun á annarri hrávöru, svo sem gulli. Olíuverðið fór lægst í tæpa 99 dali á tunnu og hefur slík verðlagning á svartagullinu ekki sést síðan í byrjun mánaðar. Styrking bandaríkjadals á hlut að máli en samband er á milli veikingu dalsins upp á síðkastið og verðhækkunar á hráolíu. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hafa hækkað talsvert í dag. Þannig hefur Dow Jones-vísitalan nú hækkað um tæp 1,8 prósent en fór mest upp um 2,1 prósent. Nasdaq-vísitalan hefur á sama tíma hækkað um rúm 1,6 prósent. Vísitölurnar fóru nokkuð niður fyrr um daginn og sáu fjárfestar þá hag sinn í kaupum á hlutabréfum, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjármálasérfræðingar í Bandaríkjunum hafa verið afar jákvæðir í dag og hafa nokkrir þeirra kveðið svo fast að orði að aðgerðir bandaríska seðlabankans hafi leitt til þess að versta hríðin á hlutabréfamörkuðum sé yfirstaðin. Einn þeirra, Richard Bove, sem er velkunnur sérfræðingur í fjármálum vestanhafs, kvað svo sterkt að orði í samtali við bandarísku sjónvarpsfréttastöðina CNBC í dag, að fjármálakreppunni sé svo til lokið. Hann segir þó fleiri neikvæðar fréttir eiga eftir að birtast af fjármálamörkuðum. Áhrif þeirra verði hins vegar smávægilegar í samanburði við það sem á undan er gengið. Að sögn Boves markaði fall bandaríska fjárfestingarbankans Bear Stearns um síðustu helgi og sala hans botn niðursveiflunnar. Snörp viðbrögð bandaríska seðlabankans hafi hins vegar verið útslagið og telji hann ólíklegt að markaðurinn fari öllu neðar. Gagnrýnendur segja Bove hafa tekið stórt upp í sig en útiloka þó ekki að það versta sé yfirstaðið. Inn í jákvæðu fréttirnar spila verðlækkun á hráolíu, sem fór undir 100 dali á tunnu í dag, og lækkun á annarri hrávöru, svo sem gulli. Olíuverðið fór lægst í tæpa 99 dali á tunnu og hefur slík verðlagning á svartagullinu ekki sést síðan í byrjun mánaðar. Styrking bandaríkjadals á hlut að máli en samband er á milli veikingu dalsins upp á síðkastið og verðhækkunar á hráolíu. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hafa hækkað talsvert í dag. Þannig hefur Dow Jones-vísitalan nú hækkað um tæp 1,8 prósent en fór mest upp um 2,1 prósent. Nasdaq-vísitalan hefur á sama tíma hækkað um rúm 1,6 prósent. Vísitölurnar fóru nokkuð niður fyrr um daginn og sáu fjárfestar þá hag sinn í kaupum á hlutabréfum, að sögn fréttastofunnar Associated Press.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira