Birgir Leifur: Svolítið ryðgaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2008 15:45 Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur. Mynd/Elísabet Birgir Leifur Hafþórsson hefur aftur keppni á Evrópumótaröðinni í golfi um helgina eftir tveggja mánaða hlé. Hann verður meðal þátttakenda á móti á Madeira í Portúgal. Birgir Leifur sagði í samtali við Vísi að það væri gott að fá að spila á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað síðan á opna Joburg-mótinu í Suður-Afríku í upphafi ársins. „Þetta leggst afar vel í mig enda kominn tími til að spila aftur. Ég er bara mjög spenntur," sagði hann. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekkert í toppformi og var ég svolítið ryðgaður í morgun en þetta er fljótt að koma. Ég hef engar áhyggjur." Átta mót hafa farið fram í Asíu síðan að keppt var í Suður-Afríku en Birgi bauðst að keppa á tveimur þeirra. „Ég var að glíma við smá meiðsli og vildi því frekar gefa mér tíma til að jafna mig á þeim og koma mér í gott form fyrir mótin í Evrópu." „Það var ýmislegt sem ég þurfti að vinna í frá mjöðm og alveg upp í háls. Ég hef því ekki verið að spila mikið golf að undanförnu en þeim mun meira verið í líkamsrækt." Hann segist því ætla að byrja fremur rólega á mótinu í Portúgal. „Ég ætla að reyna að vera öruggur í mínum leik - spila hverja holu upp á par og forðast stór mistök. Ég sé svo til hvernig það þróast." Fyrstu tvær helgarnar eftir páska verða mót bæði á Spáni og í Portúgal og reiknar Birgir Leifur með að vera með á þeim báðum. Að þeim loknum snýr Evrópamótaröðin aftur til Asíu en tvö mót fara fram í Kína í apríl. „Ég reikna ekki með að fara þangað. Ég þyrfti alla vega að ná mjög góðum árangri hér til þess. En eftir það ætti ég að fá fleiri mót. En þetta ár stefnir reyndar í að vera stórfurðulegt að því leyti að ég veit í raun ekkert um hvaða mótum ég fæ að keppa á. Ég fæ ekki nógu mikið úr þeim þátttökurétti sem ég fékk í undankeppninni og þarf að vinna mér upp úr þeim. Til þess þarf ég að nýta tækifærin afar vel sem ég fæ í sumar." Mótið í Madeira er annað minnsta mótið á mótaröðinni og segir Birgir Leifur að það sé fínt að byrja á því áður en lengra er haldið. „Þó mótið sé ekki mjög sterkt sem slíkt eru þarna kylfingar sem geta allir spilað mjög vel. Hérna eru allir mjög spenntir og ætla sjálfsagt allir að standa sig vel." Golf Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson hefur aftur keppni á Evrópumótaröðinni í golfi um helgina eftir tveggja mánaða hlé. Hann verður meðal þátttakenda á móti á Madeira í Portúgal. Birgir Leifur sagði í samtali við Vísi að það væri gott að fá að spila á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað síðan á opna Joburg-mótinu í Suður-Afríku í upphafi ársins. „Þetta leggst afar vel í mig enda kominn tími til að spila aftur. Ég er bara mjög spenntur," sagði hann. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekkert í toppformi og var ég svolítið ryðgaður í morgun en þetta er fljótt að koma. Ég hef engar áhyggjur." Átta mót hafa farið fram í Asíu síðan að keppt var í Suður-Afríku en Birgi bauðst að keppa á tveimur þeirra. „Ég var að glíma við smá meiðsli og vildi því frekar gefa mér tíma til að jafna mig á þeim og koma mér í gott form fyrir mótin í Evrópu." „Það var ýmislegt sem ég þurfti að vinna í frá mjöðm og alveg upp í háls. Ég hef því ekki verið að spila mikið golf að undanförnu en þeim mun meira verið í líkamsrækt." Hann segist því ætla að byrja fremur rólega á mótinu í Portúgal. „Ég ætla að reyna að vera öruggur í mínum leik - spila hverja holu upp á par og forðast stór mistök. Ég sé svo til hvernig það þróast." Fyrstu tvær helgarnar eftir páska verða mót bæði á Spáni og í Portúgal og reiknar Birgir Leifur með að vera með á þeim báðum. Að þeim loknum snýr Evrópamótaröðin aftur til Asíu en tvö mót fara fram í Kína í apríl. „Ég reikna ekki með að fara þangað. Ég þyrfti alla vega að ná mjög góðum árangri hér til þess. En eftir það ætti ég að fá fleiri mót. En þetta ár stefnir reyndar í að vera stórfurðulegt að því leyti að ég veit í raun ekkert um hvaða mótum ég fæ að keppa á. Ég fæ ekki nógu mikið úr þeim þátttökurétti sem ég fékk í undankeppninni og þarf að vinna mér upp úr þeim. Til þess þarf ég að nýta tækifærin afar vel sem ég fæ í sumar." Mótið í Madeira er annað minnsta mótið á mótaröðinni og segir Birgir Leifur að það sé fínt að byrja á því áður en lengra er haldið. „Þó mótið sé ekki mjög sterkt sem slíkt eru þarna kylfingar sem geta allir spilað mjög vel. Hérna eru allir mjög spenntir og ætla sjálfsagt allir að standa sig vel."
Golf Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira