Handbolti

Snorri Steinn markahæstur í sigri GOG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu.
Snorri Steinn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sjö mörk er GOG vann öruggan sigur á Mors-Thy, 36-26, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ásgeir Örn Hallgrímsson bætti við fjórum mörkum fyrir GOG en liðið er nú í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig. AGF er einnig með 30 stig en á leik til góða.

Þá getur Skjern jafnað GOG að stigum en liðið á sömuleiðis einn leik til góða.

Deildarmeistarar FCK unnu öruggan sigur á Íslendingaliðinu Fredericia en Arnór Atlason lék ekki með FCK vegna meiðsla.

FCK vann leikinn með fimmtán marka mun, 39-24. Fannar Þorbjörnsson og Gísli Kristjánsson skoruðu báðir tvö mörk en Hannes Jón Jónsson eitt.

Fredericia er í níunda sæti deildarinnar með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×