Handbolti

Loksins sigur hjá Kragerö

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Ari Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Elverum í kvöld.
Sigurður Ari Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Elverum í kvöld. Mynd/Vilhelm

Kragerö vann í kvöld sinn fyrsta sigur í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu er liðið vann afar óvæntan sigur á Fyllingen, 29-28.

Kragerö hafði eins marks forystu í hálfleik, 16-15, og náði að hanga á henni allt til loka. Magnús Ísak Ásbergsson skoraði fjögur mörk fyrir Kragerö.

Kragerö er engu að síður langneðst í norsku deildinni en liðið er aðeins með eitt stig þar sem það hóf keppni með tvö mínusstig.

Fyllingen er í fjórða sæti deildarinnar og á í harðri baráttu fimm liða um annað sæti deildarinnar. Eitt þeirra er Elverum sem tapaði einnig dýrmætum stigum í kvöld.

Elverum tapaði fyrir Haugaland á útivelli, 30-27, eftir að hafa verið níu mörkum undir í hálfleik, 19-10.

Ingimundur Ingimundarson skoraði sjö mörk fyrir Elverum og Sigurður Ari Stefánsson fjögur.

Elverum er nú í sjötta sæti deildarinnar með 23 stig, þremur á eftir Runar sem er í öðru sæti.

Haugaland er í níunda sæti deildarinnar með fimmtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×