Forystumennirnir þrír fóru illa að ráði sínu þegar að þriðji keppnisdagur hófst á Malasíu-meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Hedblom hefur titil að verja á mótinu og lék á 65 höggum í morgun og er samtals á sautján höggum undir pari. Hann hefur tveggja högga forystu á Argentínumanninn Daniel Vancsik sem lék á 64 höggum í morgun.
49 kylfingar náðu ekki að klára sinn annan hring í gær þar sem keppni var frestað vegna þrumuveðurs. Þegar keppninni var frestað voru tveir menn, Nick Dougherty frá Englandi og heimamaðurinn Danny Chia í forystu á tólf undir pari. Í morgun náði svo Indverjinn Jyoti Randhawa að jafna árangur þeirra með því að klára sinn annan hring á samtals tólf undir pari.
En þeir náðu ekki að halda forystunni. Randhawa lék á 70 höggum í dag og er í 3.-5. sæti ásamt þeim Simon Dyson frá Englandi og Dananum Sören Kjeldsen.
Dougherty lék á 72 höggum og er í 6.-9. sæti ásamt Ástralanum Scott Barr og Darren Clarke frá Norður-Írlandi.
En heimamaðurinn Chia átti alls ekki góðan dag. Hann lék á átta höggum yfir pari og er í 55.-61. sæti.
Svíinn Hedblom með forystu í Malasíu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn





Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti

Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn