Dougherty náði að halda jöfnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2008 16:20 Nick Dougherty lék á tíu höggum undir pari í gær. Nordic Photos / Getty Images Nick Dougherty náði að halda jöfnu við heimamanninn Danny Chia eftir að keppni hófst aftur á öðrum keppnisdegi Malasíu meistaramótsins í golfi. Chia náði að klára sínar átján holur áður en keppni var frestað vegna þrumuveðurs í morgun og var þá á tólf undir pari, rétt eins og Dougherty sem var þá búinn að klára tíu holur. Eftir að keppni hófst á nýjan leik náði Dougherty að klára hringinn á sama skori en þurfti þó fugl á átjándu til þess. Báðir eru á tólf undir pari en í þrijða sæti er Daninn Sören Kjeldsen á ellefu höggum undir pari. Indverjinn Jyoti Randhawa er einnig á ellefu höggum undir pari en hann var einn 49 kylfinga sem náðu ekki að ljúka keppni áður en fór að dimma í Malasíu. Norður-Írinn Darren Clarke náði hins vegar að klára en hann lék á 68 höggum í dag og er samtals á sjö höggum undir pari í 17.-28. sæti. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki meðal þátttakenda en mótið er liður í Evrópumótaröðinni í golfi. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Nick Dougherty náði að halda jöfnu við heimamanninn Danny Chia eftir að keppni hófst aftur á öðrum keppnisdegi Malasíu meistaramótsins í golfi. Chia náði að klára sínar átján holur áður en keppni var frestað vegna þrumuveðurs í morgun og var þá á tólf undir pari, rétt eins og Dougherty sem var þá búinn að klára tíu holur. Eftir að keppni hófst á nýjan leik náði Dougherty að klára hringinn á sama skori en þurfti þó fugl á átjándu til þess. Báðir eru á tólf undir pari en í þrijða sæti er Daninn Sören Kjeldsen á ellefu höggum undir pari. Indverjinn Jyoti Randhawa er einnig á ellefu höggum undir pari en hann var einn 49 kylfinga sem náðu ekki að ljúka keppni áður en fór að dimma í Malasíu. Norður-Írinn Darren Clarke náði hins vegar að klára en hann lék á 68 höggum í dag og er samtals á sjö höggum undir pari í 17.-28. sæti. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki meðal þátttakenda en mótið er liður í Evrópumótaröðinni í golfi.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira