Hannes reifst aftur við þjálfara sinn á æfingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2008 09:38 Hannes Þ. Sigurðsson. Annan daginn í röð sló í brýnu milli Hannesar Þ. Sigurðssonar og Uwe Rösler, hins þýska þjálfara Viking frá Stafangri í Noregi. Á miðvikudaginn gekk Hannes út af æfingu liðsins eftir orðaskipti við Rösler og í gær rifust þeir aftur. Leikmenn skiptu sér í tvö lið á æfingunni og vildi Hannes fá aukaspyrnu eftir viðskipti sín við Gojko Ivkovic. Hannes lét Rösler heyra það sem svaraði í sömu mynt. „Ef þú ætlar að láta svona og vera í fýlu máttu bara hypja þig," sagði Rösler við Hannes. „Þú sást vel hvað gerðist. Af hverju kemurðu svona fram við mig?" svaraði Hannes um hæl. Fimm mínútum síðar tóku leikmenn sér hlé frá æfingunni og gekk þá Hannes aftur upp að Rösler. Þeim samskiptum lauk með því að Hannes gekk í burtu og hristi hausinn. Hannes og Rösler skiptust svo áfram á skotum á meðan æfingunni stóð. „Það er svo augljóst hvað þér gengur til. Alveg óskiljanlegt!" sagði Hannes. „Hugsaðu bara um sjálfan þig," svaraði Rösler. Í lok æfingarinnar tóku leikmenn þátt í léttu skokki en Hannes hætti því fljótlega. „Af hverju ertu ekki að skokka með hinum?" spurði Rösler. „Ég er með verki í lærinu," sagði Hannes. „Komdu hingað! Þú skalt fá að skokka einn. Núna! Hinir mega fara. Þeir líka," sagði Rösler og átti þá við þá fjölmiðlamenn sem voru viðstaddir á æfingunni. Rösler vildi ekki gera mikið úr þessu í samtali við fjölmiðlamenn eftir æfinguna. „Það er æskilegt að hafa smá hita í mönnum á vellinum. Við þurfum á slíku að halda þegar tímabilið byrjar." Rösler sagði enn fremur að það væru engin vandræði í samskiptum hans og Hannesar. Sagði að hann væri leikmaður liðsins og væri áfram með samning hjá félaginu. Hannes sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann vildi fara frá Viking og þá helst til Svíþjóðar en GIF Sundsvall hefur átt í viðræðum við Viking um kaup á Hannesi. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Annan daginn í röð sló í brýnu milli Hannesar Þ. Sigurðssonar og Uwe Rösler, hins þýska þjálfara Viking frá Stafangri í Noregi. Á miðvikudaginn gekk Hannes út af æfingu liðsins eftir orðaskipti við Rösler og í gær rifust þeir aftur. Leikmenn skiptu sér í tvö lið á æfingunni og vildi Hannes fá aukaspyrnu eftir viðskipti sín við Gojko Ivkovic. Hannes lét Rösler heyra það sem svaraði í sömu mynt. „Ef þú ætlar að láta svona og vera í fýlu máttu bara hypja þig," sagði Rösler við Hannes. „Þú sást vel hvað gerðist. Af hverju kemurðu svona fram við mig?" svaraði Hannes um hæl. Fimm mínútum síðar tóku leikmenn sér hlé frá æfingunni og gekk þá Hannes aftur upp að Rösler. Þeim samskiptum lauk með því að Hannes gekk í burtu og hristi hausinn. Hannes og Rösler skiptust svo áfram á skotum á meðan æfingunni stóð. „Það er svo augljóst hvað þér gengur til. Alveg óskiljanlegt!" sagði Hannes. „Hugsaðu bara um sjálfan þig," svaraði Rösler. Í lok æfingarinnar tóku leikmenn þátt í léttu skokki en Hannes hætti því fljótlega. „Af hverju ertu ekki að skokka með hinum?" spurði Rösler. „Ég er með verki í lærinu," sagði Hannes. „Komdu hingað! Þú skalt fá að skokka einn. Núna! Hinir mega fara. Þeir líka," sagði Rösler og átti þá við þá fjölmiðlamenn sem voru viðstaddir á æfingunni. Rösler vildi ekki gera mikið úr þessu í samtali við fjölmiðlamenn eftir æfinguna. „Það er æskilegt að hafa smá hita í mönnum á vellinum. Við þurfum á slíku að halda þegar tímabilið byrjar." Rösler sagði enn fremur að það væru engin vandræði í samskiptum hans og Hannesar. Sagði að hann væri leikmaður liðsins og væri áfram með samning hjá félaginu. Hannes sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann vildi fara frá Viking og þá helst til Svíþjóðar en GIF Sundsvall hefur átt í viðræðum við Viking um kaup á Hannesi.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira