Nú styttist óðum í að flautað verði til leiks í viðureignum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þá er einn leikur í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool tekur á móti West Ham.
Markvörðurinn Petr Cech verður ekki með Chelsea gegn Olympiakos í kvöld eftir að hafa meiðst á æfingu og það verður því Carlo Cudicini sem stendur vaktina í kvöld. Þá eru þeir Nicolas Anelka og Michael Essien líka á bekknum hjá Chelsea.
Lið Chelsea:
Cudicini: Ferreira, Terry, Carvalho, A Cole, Makelele, Ballack, Lampard, J Cole, Kalou, Drogba
Þá tekur Real Madrid á móti Roma og Porto tekur á móti Schalke. Leikirnir eru sýndir á rásum Sýnar og leikur Liverpool og West Ham verður einnig sýndur beint á Sýn 2.