Handbolti

Dagur valdi ekki fyrirliðann í fyrsta landsliðshópinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson, nýráðinn landsliðsþjálfari Austurríkis í handbolta.
Dagur Sigurðsson, nýráðinn landsliðsþjálfari Austurríkis í handbolta. Mynd/HAGENpress/Leo Hagen

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Austurríkis í handbolta, hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp en framundan er fjögurra liða æfingamót í Innsbrück um páskana.

Óhætt er að segja að valið hafi komið mörgum á óvart því fyrirliði liðsins undanfarin ár, David Szlezak hjá Rhein-Neckar Löwen, var ekki valinn. Þá voru þrír aðrir reyndir landsliðsmenn ekki valdir, þeir Klemens Kainmüller, Damir Djukic og Janko Bozovic.

Dagur segir þó í samtali við austurríska fjömiðla að það sé enginn útilokaður úr austurríska landsliðinu og allir eiga þeir möguleika að taka þátt í EM 2010 sem verður einmitt haldið í Austurríki.

„En stundum er lífið svona. Það getur ýmislegt komið manni á óvart," sagði Dagur. „En þetta eru þeir sextán leikmenn sem ég vil skoða í Innsbruck. Ég mun á næstunni kanna hugarfar allra leikmanna og hvort þeir eru tilbúnir að taka þátt í uppgangi liðsins eða vera bara farþegar."

Leikmannahópurinn er þannig skipaður:

Martin Abadir (Fivers)

Patrick Fölser (Düsseldorf, Þýskalandi)

Matthias Günther (Bregenz)

Thomas Huemer (Hard)

Michael Knauth (Bregenz)

Markus Kolar (Fivers)

Nikola Marinovic (Bregenz)

Roland Schillinger (Bregenz)

Viktor Szilagyi (Kiel, Þýskalandi)

Björn Tyrner (Fivers)

Kristof Vizvary (Tulln)

Markus Wagesreiter (Hildesheim, Þýskalandi)

Robert Weber (Hard)

Konrad Wilczynski (Füchse Berlin, Þýskalandi)

Richard Wöss (Innsbruck)

Vytautas Ziura (Fivers)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×