Innkalla næstum allar tegundir Heparin 2. mars 2008 21:06 Einungis einum degi eftir að bandaríska lyfjafyrirtækið Baxter innkallaði blóðþynningalyfið Heparin kom í ljós að einn sjúklingur til viðbótar hafði látið lífið af völdum þess. Í janúar innkallaði fyrirtækið lyfið í vökvaformi eftir að fjögur dauðsföll voru tengd því og hundruð ofnæmistilfella komu í l jós. Á föstudag kom fram í dagblaðinu New York Times að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefði uppgötvað að mögulega tengdust 17 dauðsföll til viðbótar lyfinu. Dagblaðið sagði að stofnunin beindi sjónum sínum að kínverskri verksmiðju sem framleiddi virka efnið í Heparin, en það er framleitt úr slímkenndri himnu úr þörmum svína. Í bréfi sem birt var á heimasíðu stofnunarinnar var farið yfir framleiðsluferli lyfsins. Þar sagði að í sumum tegundum lyfsins sem seldar voru í Bandaríkjunum hafi meðal annars verið efni frá óásættanlegum verksmiðjuaðila. Rannsókn Matvæla- og lyfjastofnunarinnar er ekki lokið, en á CNN kemur fram að talið sé að vandamálið tengist kínversku verksmiðjunni Changzhou SPL. Eina tegund lyfsins sem enn er eftir á markaði er í fljótandi formi ætlað fyrir sprautur, en í því eru ekki efni frá Kína. Innköllun lyfsins er ekki líkleg til að hafa áhrif á önnur lyf Baxter og einungis fá lyfja þeirra eru að hluta framleidd í Kína og ekkert annað frá umræddri verksmiðju í Kína. Viðskipti Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Einungis einum degi eftir að bandaríska lyfjafyrirtækið Baxter innkallaði blóðþynningalyfið Heparin kom í ljós að einn sjúklingur til viðbótar hafði látið lífið af völdum þess. Í janúar innkallaði fyrirtækið lyfið í vökvaformi eftir að fjögur dauðsföll voru tengd því og hundruð ofnæmistilfella komu í l jós. Á föstudag kom fram í dagblaðinu New York Times að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefði uppgötvað að mögulega tengdust 17 dauðsföll til viðbótar lyfinu. Dagblaðið sagði að stofnunin beindi sjónum sínum að kínverskri verksmiðju sem framleiddi virka efnið í Heparin, en það er framleitt úr slímkenndri himnu úr þörmum svína. Í bréfi sem birt var á heimasíðu stofnunarinnar var farið yfir framleiðsluferli lyfsins. Þar sagði að í sumum tegundum lyfsins sem seldar voru í Bandaríkjunum hafi meðal annars verið efni frá óásættanlegum verksmiðjuaðila. Rannsókn Matvæla- og lyfjastofnunarinnar er ekki lokið, en á CNN kemur fram að talið sé að vandamálið tengist kínversku verksmiðjunni Changzhou SPL. Eina tegund lyfsins sem enn er eftir á markaði er í fljótandi formi ætlað fyrir sprautur, en í því eru ekki efni frá Kína. Innköllun lyfsins er ekki líkleg til að hafa áhrif á önnur lyf Baxter og einungis fá lyfja þeirra eru að hluta framleidd í Kína og ekkert annað frá umræddri verksmiðju í Kína.
Viðskipti Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira