Flugstöðvarbygging 5 á Heathrow flugvelli í London hefur kostað 285 milljarða króna og tekið 60 þúsund iðnaðarmenn sex ár í byggingu. Nú er innan við mánuður þar til fyrirhugað er að Elísabet Bretadrottning opni bygginguna. Bresku flugmálayfirvöldin BAA vonast til að flugstöðvarbyggingin muni sanna fyrir umheiminum að þau séu fær um að koma flugvellinum aftur á kortið sem góðum flugvelli.
Sjö flugvellir eru í eigu breskra flugmálayfirvalda. Á meðal þeirra eru Gatwick og Stansted flugvellir auk Heathrow.
BAA hafa verið gagnrýnd af farþegum, fyrirtækjum og flugfélögum fyrir að standa sig ekki nógu vel. Gagnrýnendur vilja að einokun ríkisins í Suðausturhluta landsins verði aflétt. Nú stendur einnig yfir rannsókn samkeppniseftirlitsins sem hefur einmitt völd til að taka þá ákvörðun.
Á sama tíma er BAA að fylgja eftir áformum um þriðju flugbrautina. Þess vegna er fimmta flugstöðvarbyggingin afar mikilvæg fyrir BAA.
Endurbætur á Heathrow eru löngu tímabærar fyrir þá 68 milljón farþega sem fara um flugvöllinn á hverju ári. Ástand vallarins er orðið altalað og ítrekuð vandamál eru varðandi öryggisbiðraðir, farangur, aðstöðu fyrir farþega í tengiflugi og almennt hreinlæti.
BAA segjast ætla að byrja á fimmtu flugvallarbyggingunni. „Hún er ekki lokapunkturinn, heldur byrjunin á því að snúa Heathrow flugvelli við," sagði Mark Bullock í viðtali við BBC.