Eiður: Allir vilja sanna sig fyrir nýjum þjálfara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2008 22:30 Eiður Smári Guðjohnsen. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen segir í viðtali við New York Times í dag að það sé mikill þrýstingur sem fylgir því að spila með Barcelona. New York Times er stærsta dagblað af sinni tegund í Bandaríkjunum og segir greinarhöfundur að Eiður Smári sé greinilega trúr og góður hermaður í fylkingu Börsunga. Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild sinni. „Þegar nýr knattspyrnustjóri kemur til félagsins eru allir leikmenn með lítið spurningamerki yfir hausnum sínum," sagði Eiður Smári. „Allir vilja sína sitt besta og sanna sig." Barcelona er nú á keppnisferðalagi í Bandaríkjunum og vann 5-2 sigur á Chivas í vikunni þar sem Eiður spilaði sem sóknartengiliður. „Þar sem ég hef lengst af verið sóknarmaður sýnir það að ég vil gera mitt til að hjálpa liðinu með því að spila á miðjunni. Nú er það mitt hlutverk að byggja upp sóknir en ekki spila sem sóknarmaður." Hann segir að það fylgi því mikið álag að spila með Barcelona sem hefur ekki unnið titil síðan Eiður Smári kom til félagsins fyrir tveimur árum. „Þetta er félag fólksins og stuðningsmennirnir eru mjög ástríðufullir. FC Barcelona slær í takt við borgina. Þegar liðið vinnur getur maður gengið um með bros á vör. En það er erfitt að tapa. Allir vilja að liðið sé í allra fremstu röð." Greinarhöfundur ræddi einnig við Eið Smára um landsleikinn í apríl árið 1996 er hann kom inn á sem varamaður fyrir Arnór, föður sinn. Þeir náðu þó ekki að spila saman í landsleik þar sem Eiður meiddist stuttu síðar. Sveinn Aron, elsti sonur Eiðs Smára, er nú tíu ára gamall og á Eiður Smári ekki von á því að þeir muni spila saman í landsliðinu. „Ef hann kemst í landsliðið þegar hann verður sautján ára, eins og ég gerði á sínum tíma, verður það þó ekki fyrr en eftir sjö ár. Ég á því ekki von á því að það gerist eins og málin líta nú út." Spænski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir í viðtali við New York Times í dag að það sé mikill þrýstingur sem fylgir því að spila með Barcelona. New York Times er stærsta dagblað af sinni tegund í Bandaríkjunum og segir greinarhöfundur að Eiður Smári sé greinilega trúr og góður hermaður í fylkingu Börsunga. Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild sinni. „Þegar nýr knattspyrnustjóri kemur til félagsins eru allir leikmenn með lítið spurningamerki yfir hausnum sínum," sagði Eiður Smári. „Allir vilja sína sitt besta og sanna sig." Barcelona er nú á keppnisferðalagi í Bandaríkjunum og vann 5-2 sigur á Chivas í vikunni þar sem Eiður spilaði sem sóknartengiliður. „Þar sem ég hef lengst af verið sóknarmaður sýnir það að ég vil gera mitt til að hjálpa liðinu með því að spila á miðjunni. Nú er það mitt hlutverk að byggja upp sóknir en ekki spila sem sóknarmaður." Hann segir að það fylgi því mikið álag að spila með Barcelona sem hefur ekki unnið titil síðan Eiður Smári kom til félagsins fyrir tveimur árum. „Þetta er félag fólksins og stuðningsmennirnir eru mjög ástríðufullir. FC Barcelona slær í takt við borgina. Þegar liðið vinnur getur maður gengið um með bros á vör. En það er erfitt að tapa. Allir vilja að liðið sé í allra fremstu röð." Greinarhöfundur ræddi einnig við Eið Smára um landsleikinn í apríl árið 1996 er hann kom inn á sem varamaður fyrir Arnór, föður sinn. Þeir náðu þó ekki að spila saman í landsleik þar sem Eiður meiddist stuttu síðar. Sveinn Aron, elsti sonur Eiðs Smára, er nú tíu ára gamall og á Eiður Smári ekki von á því að þeir muni spila saman í landsliðinu. „Ef hann kemst í landsliðið þegar hann verður sautján ára, eins og ég gerði á sínum tíma, verður það þó ekki fyrr en eftir sjö ár. Ég á því ekki von á því að það gerist eins og málin líta nú út."
Spænski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira