Skellur á bandarískum hlutabréfamarkaði 29. febrúar 2008 15:56 Bandarískir fjárfestar eru uggandi um horfur í efnahagslífinu vestanhafs. Mynd/AP Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um heil 200 stig, rúmt prósentustig við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Heldur blés í lækkunina eftir því sem á leið og féllu helstu vísitölurnar um 1,8 prósent að meðaltali rúmum klukkutíma síðar. Slæmar afkomutölur fyrirtækja á borð við trygginga- og fjármálarisann AIG og tölvurisann Dell eiga stóran þátt í lækkanaferlinu en fjárfestar þóttust greina slæmar horfur í máli forsvarsmanna fyrirtækjanna. Þá eiga tölur um stöðnun í einkaneyslu á milli mánaða hlut að máli. Það þykir auka líkurnar á samdrætti í einkaneyslu vestanhafs til muna. Bandarískt hagkerfi er að langmestu leyti drifið áfram af einkaneyslu. Samdráttur í þeim flokki getur því haft víðtæk áhrif, svo sem smitað út frá sér í minni innflutningi. Gerist það er reiknað með að áhrifanna gæti gætt hjá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna.Nú um fjögurleytið að íslenskum tíma hafði Dow Jones-vísitalan lækkað um 1,81 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,82 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um heil 200 stig, rúmt prósentustig við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Heldur blés í lækkunina eftir því sem á leið og féllu helstu vísitölurnar um 1,8 prósent að meðaltali rúmum klukkutíma síðar. Slæmar afkomutölur fyrirtækja á borð við trygginga- og fjármálarisann AIG og tölvurisann Dell eiga stóran þátt í lækkanaferlinu en fjárfestar þóttust greina slæmar horfur í máli forsvarsmanna fyrirtækjanna. Þá eiga tölur um stöðnun í einkaneyslu á milli mánaða hlut að máli. Það þykir auka líkurnar á samdrætti í einkaneyslu vestanhafs til muna. Bandarískt hagkerfi er að langmestu leyti drifið áfram af einkaneyslu. Samdráttur í þeim flokki getur því haft víðtæk áhrif, svo sem smitað út frá sér í minni innflutningi. Gerist það er reiknað með að áhrifanna gæti gætt hjá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna.Nú um fjögurleytið að íslenskum tíma hafði Dow Jones-vísitalan lækkað um 1,81 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,82 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira