Tiger Woods sigraði örugglega í heimsmeistarakeppninni í holukeppni sem fór fram í Arizona í Bandaríkjunum. Woods mætti Stewart Cink í úrslitaeinvíginu og hafði þónokkra yfirburði.
Hann var í forystunni allan tímann og vann mótið verðskuldað. Svíinn Henrik Stenson sigraði Bandaríkjamanninn Justin Leonard í leik um þriðja sætið.