Samuel Eto'o skoraði þrennu fyrir Barcelona þegar liðið vann 5-1 stórsigur á Levante í spænsku deildinni í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Barcelona og kom ekki við sögu.
Leo Messi og Xavi skoruðu hin tvö mörk Börsunga í kvöld. Nú klukkan 20 hefst viðureign Real Madrid og Getafe. Með sigri nær Real Madrid aftur fimm stiga forystu.
Fyrr í dag vann Villareal sigur á Athletic Bilbao og styrkti stöðu sína í þriðja sæti spænsku deildarinnar.