Tiger áfram eftir bráðabana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2008 12:13 Tiger Woods vann nauman sigur á Aaron Baddeley. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods komst áfram í fjórðungsúrslit heimsmeistarakeppninnar í holukeppni sem fer fram í Arizona í Bandaríkjunum. Woods atti kappi við Ástralann Baddeley sem púttaði fyrir sigri á bæði 17. og 18. holu en allt kom fyrir ekki. Tiger vann svo á annari holu bráðabanans með því að setja niður rúmlega þriggja metra pútt. Fjórum kylfingum var raðað í efsta styrkleikaflokk á mótinu og er Tiger sá eini þeirra sem er enn með í mótinu. Ernie Els og Phil Mickelson duttu snemma úr leik en í gær tapaði sá fjórði, Steve Stricker fyrir Argentínumanninum Angel Cabrera með fjórum vinningum. Báðir Bretarnir sem voru eftir í keppninni, þeir Colin Montgomerie og Paul Casey, töpuðu sínum viðureignum í gær. Montgomerie tapaði fyrir Stewart Cink og Casey fyrir KJ Choi. Núverandi meistari, Henrik Stenson frá Svíþjóð, vann Jonathan Byrd og þar með sína níundu viðureign í röð á mótinu. Gríðarlega spennandi viðureignir eru frammundan í kvöld. Tiger Woods mætir KJ Choi og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Henrik Stenson eða Woody Austin. Justin Leonard og Vijay Singh eigast svo við og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Angel Cabrera eða Stewart Cink. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods komst áfram í fjórðungsúrslit heimsmeistarakeppninnar í holukeppni sem fer fram í Arizona í Bandaríkjunum. Woods atti kappi við Ástralann Baddeley sem púttaði fyrir sigri á bæði 17. og 18. holu en allt kom fyrir ekki. Tiger vann svo á annari holu bráðabanans með því að setja niður rúmlega þriggja metra pútt. Fjórum kylfingum var raðað í efsta styrkleikaflokk á mótinu og er Tiger sá eini þeirra sem er enn með í mótinu. Ernie Els og Phil Mickelson duttu snemma úr leik en í gær tapaði sá fjórði, Steve Stricker fyrir Argentínumanninum Angel Cabrera með fjórum vinningum. Báðir Bretarnir sem voru eftir í keppninni, þeir Colin Montgomerie og Paul Casey, töpuðu sínum viðureignum í gær. Montgomerie tapaði fyrir Stewart Cink og Casey fyrir KJ Choi. Núverandi meistari, Henrik Stenson frá Svíþjóð, vann Jonathan Byrd og þar með sína níundu viðureign í röð á mótinu. Gríðarlega spennandi viðureignir eru frammundan í kvöld. Tiger Woods mætir KJ Choi og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Henrik Stenson eða Woody Austin. Justin Leonard og Vijay Singh eigast svo við og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Angel Cabrera eða Stewart Cink.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira