Uefa bikarinn: Ensku liðin áfram 21. febrúar 2008 22:39 Yakubu skoraði þrennu gegn Brann í kvöld Nordic Photos / Getty Images Ensku liðin Tottenham, Everton og Bolton tryggðu sér öll sæti í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en með mismiklum glæsibrag. Bolton tryggði sig áfram í keppninni með því að halda Atletico Madrid 0-0 á útivelli. Bolton vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli. Hvorki Heiðar Helguson (meiddur) né Grétar Rafn voru með Bolton í kvöld, en Grétar er ekki löglegur með enska liðinu í keppninni eftir að hafa leikið með AZ áður. Tottenham gerði 1-1 jafntefli við Sparta Prag á heimavelli þar sem hinn ungi Jamie O´Hara skoraði mark heimamanna. Tottenham var fjarri því sannfærandi í leiknum með nokkuð breytt lið, en fer áfram eftir 2-1 sigur í fyrri leiknum. Everton var ekki í neinum vandræðum með Íslendingalið Brann frá Noregi og vann 6-1 stórsigur á heimavelli þar sem Yakubu skoraði m.a. þrennu fyrir þá bláklæddu. Andy Johnson skoraði tvö mörk og Mikel Arteta eitt. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru á sínum stað í byrjunarliði Brann og Gylfi Einarsson var á bekknum en kom ekki við sögu. Helsingborg tapaði heima fyrir PSV frá Hollandi þar em Ólafur Ingi Skúlason lék með sænska liðinu. Öll úrslit kvöldsins - 32 liða úrslitin (úrslit í kvöld - samanlögð úrslit): Bayer Leverkusen - Galatasaray 5-1 (5-1) Spartak Moskva - Marseille 2-0 (2-3) Panathinaikos - Rangers 1-1 (1-1) Hamburger SV - Zürich 0-0 (3-1) Bayern München - Aberdeen 5-1 (7-3) Getafe - AEK Aþena 3-0 (4-1) Bordeaux - Anderlecht 1-1 (2-3) Villarreal - Zenit St.Pétursborg 2-1 (2-2) Fiorentina - Rosenborg 2-1 (3-1) Basel - Sporting Lissabon 0-3 (0-5) Nürnberg - Benfica 2-2 (2-3) Leik Braga og Werder Bremen er ólokið. Hér má sjá hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum keppninnar: Anderlecht - Bayern München Rangers - Werder Bremen eða Braga Bolton - Sporting Lissabon Bayer Leverkusen - Hamburger SV Getafe - Benfica Fiorentina - Everton Tottenham - PSV Marseille - Zenit St.Pétursborg Evrópudeild UEFA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Ensku liðin Tottenham, Everton og Bolton tryggðu sér öll sæti í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en með mismiklum glæsibrag. Bolton tryggði sig áfram í keppninni með því að halda Atletico Madrid 0-0 á útivelli. Bolton vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli. Hvorki Heiðar Helguson (meiddur) né Grétar Rafn voru með Bolton í kvöld, en Grétar er ekki löglegur með enska liðinu í keppninni eftir að hafa leikið með AZ áður. Tottenham gerði 1-1 jafntefli við Sparta Prag á heimavelli þar sem hinn ungi Jamie O´Hara skoraði mark heimamanna. Tottenham var fjarri því sannfærandi í leiknum með nokkuð breytt lið, en fer áfram eftir 2-1 sigur í fyrri leiknum. Everton var ekki í neinum vandræðum með Íslendingalið Brann frá Noregi og vann 6-1 stórsigur á heimavelli þar sem Yakubu skoraði m.a. þrennu fyrir þá bláklæddu. Andy Johnson skoraði tvö mörk og Mikel Arteta eitt. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru á sínum stað í byrjunarliði Brann og Gylfi Einarsson var á bekknum en kom ekki við sögu. Helsingborg tapaði heima fyrir PSV frá Hollandi þar em Ólafur Ingi Skúlason lék með sænska liðinu. Öll úrslit kvöldsins - 32 liða úrslitin (úrslit í kvöld - samanlögð úrslit): Bayer Leverkusen - Galatasaray 5-1 (5-1) Spartak Moskva - Marseille 2-0 (2-3) Panathinaikos - Rangers 1-1 (1-1) Hamburger SV - Zürich 0-0 (3-1) Bayern München - Aberdeen 5-1 (7-3) Getafe - AEK Aþena 3-0 (4-1) Bordeaux - Anderlecht 1-1 (2-3) Villarreal - Zenit St.Pétursborg 2-1 (2-2) Fiorentina - Rosenborg 2-1 (3-1) Basel - Sporting Lissabon 0-3 (0-5) Nürnberg - Benfica 2-2 (2-3) Leik Braga og Werder Bremen er ólokið. Hér má sjá hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum keppninnar: Anderlecht - Bayern München Rangers - Werder Bremen eða Braga Bolton - Sporting Lissabon Bayer Leverkusen - Hamburger SV Getafe - Benfica Fiorentina - Everton Tottenham - PSV Marseille - Zenit St.Pétursborg
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira