Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Aðeins þrjú mörk eru komin í leikjunum til þessa og þar af tvö þeirra í Rómarborg.
Staðan í leik Roma og Real Madrid er 1-1 þar sem Raul kom spænska liðinu yfir en David Pizarro jafnaði fyrir Rómverja. Þá hefur Schalke yfir 1-0 gegn Porto þar sem Kevin Kuranyi skoraði mark þýska liðsins.
Staðan í leik Liverpool og Inter á Anfield er jöfn 0-0 þar sem Inter-menn hafa verið 10 frá 30. mínútu þegar varnarmanninum Marco Materazzi var vikið af leikvelli með sitt annað gula spjald - nokkuð ódýr dómur.
Þá er enn markalaust í leik Olympiakos og Chelsea.