Barcelona vann mikilvægan 2-1 sigur á Real Zaragoza í gær. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan leikinn á varamannabekk Börsunga.
Fyrr um kvöldið tapaði Real Madrid fyrir Real Betis og er forysta Madridinga því komin niður í fimm stig. Real Madrid er með 56 stig en Barcelona í öðru með 51 stig.
Thierry Henry og Ronaldinho skoruðu mörk Barcelona í gær en sigurmarkið skoraði sá síðarnefndi úr vítaspyrnu.