Handbolti

Naumt tap hjá Ragnari og félögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Óskarsson fylgist með leik íslenska landsliðsins á HM í Þýskalandi í fyrra.
Ragnar Óskarsson fylgist með leik íslenska landsliðsins á HM í Þýskalandi í fyrra. Nordic Photos / AFP

Ragnar Óskarsson og félagar í USAM Nimes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta töpuðu naumlega fyrir Tremblay í gær, 27-26.

Ragnar hefur átt við meiðsli að stríða og tók aðeins eitt skot í leiknum í gær. Hann skoraði ekki úr því.

Tapið þýðir að Tremblay færist upp í sjötta sæti deildarinnar á kostnað Nimes sem er nú í sjöunda sæti.

St. Raphael er í tíunda sæti deildarinnar en liðið gerði í gær jafntefli, 32-32, við Sélestat. Bjarni Fritzson skoraði fjögur mörk fyrir fyrrnefnda liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×