Handbolti

Enn eitt tapið hjá HK Malmö

Valdimar Þórsson skoraði þrjú mörk fyrir HK Malmö í kvöld.
Valdimar Þórsson skoraði þrjú mörk fyrir HK Malmö í kvöld. Mynd/Rósa

Íslendingaliðið HK Malmö tapaði sínum sextánda leik í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld er liðið tapaði fyrir Skövde, 34-29.

Guðlaugur Arnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Malmö og Valdimar Þórsson þrjú. Liðið er enn í næstneðsta sæti deildarinnar með ellefu stig eftir 22 leiki.

Þó fór einnig fram heil umferð í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Ingimundur Ingimundarson var besti maður vallarins er lið hans, Elverum, vann góðan sigur á Fyllingen, 33-31. Ingimundur skoraði sjö mörk í leiknum og Sigurður Ari Stefánsson fjögur.

Kragerö tapaði enn og aftur en liðið er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í deildinni. Í kvöld tapaði liðið fyrir Bodö á heimavelli, 35-20. Magnús Ísak Ásbergsson skoraði tvö mörk fyrir Kragerö.

Elverum er komið í fjórða sæti deildarinnar eftir sigurinn á Fyllingen. Bæði lið eru með átján stig, rétt eins og tvö önnur lið sem skipa 3.-7. sæti deildarinnar.

Drammen er þó langefst á toppnum með 28 stig og Runar er með 23 stig í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×