Real Madrid styrkti heldur betur stöðu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 7-0 sigri á Valladolid.
Julio Baptista kom Real Madrid yfir á níundu mínútu og Madrídingar bættu við fjórum mörkum á síðasta stundarfjórðungi fyrri hálfleiks. Raúl skoraði tvö, þar af eitt úr víti, Arjen Robben og Guti eitt hver.
Guti skoraði svo sjötta mark Real Madrid á 62. mínútu og Royston Drenthe svo sjöunda markið á 80. mínútu.
Real Madrid er nú með 56 stig og átta stiga forystu á Barcelona á toppi deildarinnar. Liðið er með fjórtán stiga forystu á Villarreal sem er í þriðja sæti.
Valladolid er í þrettánda sæti deildarinnar með 27 stig. 23. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar lýkur svo í kvöld klukkan 20.00 með leik Valencia og Real Betis.
Úrslit annarra leikja í dag:
Athletic Bilbao - Levante 1-0
Espanyol - Recreativo 1-2
Real Mallorca - Almeria 0-0
Osasuna - Zaragoza 1-0
Racing Santander - Atletico Madrid 0-2