Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason léku allan leikinn með Brann sem lagði FC Kaupmannahöfn í æfingaleik í gær, 1-0.
Markið skoraði Erik Bakke undir lok hálfleiksins en FCK átti nokkur góð færi í leiknum sem þeir náðu ekki að nýta sér.
Ármann Smári Björnsson lék ekki með Brann þar sem hann er nýbúinn að gangast undir aðgerð vegna brjósklos í baki.
Þá var Gylfi Einarsson ekki í leikmannahópi Brann en hann meiddist lítillega á æfingu í vikunni.