BHP hækkar tilboðið í Rio Tinto 6. febrúar 2008 09:37 Marius Kloppers, forstjóri BHP Billiton. Mynd/AFP Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið. Tilboð BHP hækkaði um þrettán prósent og hljóðar upp á 147,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 9.552 milljarða íslenskra króna. Allt kaupverð verður greitt með hlutabréfum og fá hluthafar Rio Tinto 3,4 bréf í BHP fyrir hvert eitt bréf sitt. Fjármálasérfræðingar segja í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að hækkunin sé BHP nauðsynleg ætli félagið að tryggja sér Rio Tinto. Það geti hins vegar orðið félaginu þungur baggi enda ljóst að greitt verði yfirverð fyrir það. Gengi hlutabréfanna í BHP féll við þetta um heil fimm prósent í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi en viðlíka fall hefur ekki sést í 20 ár. Inn í spilar að félagið skilaði minni hagnaði í fyrra en árið á undan en það er afleiðing af lágum dollar gagnvart helstu gjaldmiðlum, hærri rekstrarkostnaði og verðlækkunar á málmum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið. Tilboð BHP hækkaði um þrettán prósent og hljóðar upp á 147,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 9.552 milljarða íslenskra króna. Allt kaupverð verður greitt með hlutabréfum og fá hluthafar Rio Tinto 3,4 bréf í BHP fyrir hvert eitt bréf sitt. Fjármálasérfræðingar segja í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að hækkunin sé BHP nauðsynleg ætli félagið að tryggja sér Rio Tinto. Það geti hins vegar orðið félaginu þungur baggi enda ljóst að greitt verði yfirverð fyrir það. Gengi hlutabréfanna í BHP féll við þetta um heil fimm prósent í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi en viðlíka fall hefur ekki sést í 20 ár. Inn í spilar að félagið skilaði minni hagnaði í fyrra en árið á undan en það er afleiðing af lágum dollar gagnvart helstu gjaldmiðlum, hærri rekstrarkostnaði og verðlækkunar á málmum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira