Fótbolti

Áfall fyrir Barcelona

Nordic Photos / Getty Images

Spænska liðið Barcelona varð fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að fyrirliðinn Carles Puyol er með rifinn vöðva í fæti og getur því ekki leikið með liðinu næstu fjórar vikurnar eða svo.

Puyol er fyrir vikið ekki í landsliðshóp Luis Aragones fyrir leik gegn Frökkum i næstu viku og missir af leiknum við Celtic í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Puyol hefur verið mikið frá vegna smámeiðsla hjá Barcelona í vetur eftir að hann sneri aftur til æfinga eftir hnéuppskurð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×