Bakvakt sérfræðinga á eitrunarmiðstöð LSH sagt upp Guðjón Helgason skrifar 29. janúar 2008 18:56 Engin bakvakt sérfræðinga verður á eitrunarmiðstöð Landspítalans frá fyrsta apríl. Læknir miðstöðvarinnar segir símaþjónustu hennar sjálfhætt og mögulega þurfi að breyta viðbragðsáætlun spítalans. Slysa- og bráðasviði Landspítala háskólasjúkrahúss hefur verið gert að spara hundrað og ellefu milljónir á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun spítalans. Fram hefur komið að vaktir lækna á neyðarbílum eru aflagðar. Bakvakt sérfræðinga á eitrunarmiðstöð hefur einnig verið sagt upp til að spara fimm komma sex milljónir í ár. Allt að tólf hundruð manns hringja í grænt númer eitrunardeildarinnar til að fá upplýsingar og aðstoð vegna gruns um eitrun - oftast hjá ungum börnum. Læknar á slysa- og bráðadeild - oftast unglæknar - manna þann síma og leiti til bakvaktar lyfjafræðinga og sérfræðilæknis með erfið tilvik. Þeirri bakvat var sagt upp um áramótin. Elísabet Benedikz, læknir hjá eitrunarmiðstöðinni, segir að með þessu verði símaþjónustu sjálfhætt. Gera megi ráð fyrir að með þessu leiti fólk nú beint á slysa- og bráðadeild eða á heilsugæslustöðvar með tilvik sem oft hefði mátt leysa úr í gegnum síma. Elísabet bendir á að læknir á eitrunarmiðstöð sé hluti af viðbragðsáætlun Landspítalans komi til hópeitrunar líkt og þegar klórgasslysinu í sundlauginni á Eskifirði sumarið 2006. Vaktin sé skrifuð inn í viðbragðsáætlunina og hana þurfi að endurskoða fari svo að vaktin sé aflögð eins og hafi verið tilkynnt. Már Kristjánsson, sviðsstjóri slysa- og bráðasviðs sagði í samtali við fréttastofu að eitrunarmiðstöð yrði áfram rekin og símaþjónustan sömuleiðis, þó bakvakt sérfræðinga hefði verið sagt upp. Hvað viðbragðsáætlun varaðið yrði staðið við skuldbindingar sviðsins. Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Engin bakvakt sérfræðinga verður á eitrunarmiðstöð Landspítalans frá fyrsta apríl. Læknir miðstöðvarinnar segir símaþjónustu hennar sjálfhætt og mögulega þurfi að breyta viðbragðsáætlun spítalans. Slysa- og bráðasviði Landspítala háskólasjúkrahúss hefur verið gert að spara hundrað og ellefu milljónir á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun spítalans. Fram hefur komið að vaktir lækna á neyðarbílum eru aflagðar. Bakvakt sérfræðinga á eitrunarmiðstöð hefur einnig verið sagt upp til að spara fimm komma sex milljónir í ár. Allt að tólf hundruð manns hringja í grænt númer eitrunardeildarinnar til að fá upplýsingar og aðstoð vegna gruns um eitrun - oftast hjá ungum börnum. Læknar á slysa- og bráðadeild - oftast unglæknar - manna þann síma og leiti til bakvaktar lyfjafræðinga og sérfræðilæknis með erfið tilvik. Þeirri bakvat var sagt upp um áramótin. Elísabet Benedikz, læknir hjá eitrunarmiðstöðinni, segir að með þessu verði símaþjónustu sjálfhætt. Gera megi ráð fyrir að með þessu leiti fólk nú beint á slysa- og bráðadeild eða á heilsugæslustöðvar með tilvik sem oft hefði mátt leysa úr í gegnum síma. Elísabet bendir á að læknir á eitrunarmiðstöð sé hluti af viðbragðsáætlun Landspítalans komi til hópeitrunar líkt og þegar klórgasslysinu í sundlauginni á Eskifirði sumarið 2006. Vaktin sé skrifuð inn í viðbragðsáætlunina og hana þurfi að endurskoða fari svo að vaktin sé aflögð eins og hafi verið tilkynnt. Már Kristjánsson, sviðsstjóri slysa- og bráðasviðs sagði í samtali við fréttastofu að eitrunarmiðstöð yrði áfram rekin og símaþjónustan sömuleiðis, þó bakvakt sérfræðinga hefði verið sagt upp. Hvað viðbragðsáætlun varaðið yrði staðið við skuldbindingar sviðsins.
Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira