Fótbolti

Eiður lék í tíu mínútur með Börsungum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi og Markel Susaeta berjast um knöttinn leik Athletic Bilbao og Barcelona í dag.
Lionel Messi og Markel Susaeta berjast um knöttinn leik Athletic Bilbao og Barcelona í dag. Nordic Photos / AFP

Barcelona gerði jafntefli við Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni nú í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 80. mínútu.

Táningurinn Bojan kom Börsungum yfir með skoti úr vítateignum eftir að Aranzubia, markvörður Bilbao, varði frá Lionel Messi. Boltinn barst í kjölfarið á Bojan sem skoraði af öryggi.

En heimamönnum til mikillar gleði skoraði varamaðurinn Fernando Llorente skoraði jöfnunarmarkið á 79. mínútu, tíu mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Eiður Smári náði ekki að tryggja sínum mönnum sigur í leiknum en hann leysti markaskorarann Bojan af hólmi á 80. mínútu sem fyrr segir.

Börsungar töpuðu þar með tveimur dýrmætum stigum og er nú sex stigum á eftir Real Madrid sem á leik til góða gegn Villarreal síðar í kvöld og getur með sigri aukið forskotið í níu stig.

Bilbao er í fimmtánda sæti deildarinnar eftir jafnteflið með 23 stig.

Úrslit annarra leikja um helgina:

Sevilla - Osasuna 2-1

Deportivo - Valladolid 3-1

Mallorca - Atletico 1-0

Real Murcia - Levante 2-3

Racing - Zaragoza 2-2

Valencia - Almeria 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×