Fall í Asíu en rólegt í Evrópu 22. janúar 2008 09:10 Verðbréfamiðlari í Pakistan en helstu hlutabréfavísitölur féllu mikið í Asíu í morgun. Mynd/AFP Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu eru beggja vegna núllsins í dag þrátt fyrir mikið gengisfall í Asíu í morgun. Mikil lækkun varð strax við upphaf viðskiptadagsins á helstu hlutabréfamörkuðum í Asíu í nótt en Nikkei-vísitalan ýtti við spilaborginni með falli upp á rúm 4,5 prósent. Þrátt fyrir örlítinn viðsnúning innan dags endaði hún í rúmum 5,6 prósenta falli. Svipaða sögu var að segja af hlutabréfamörkuðum í öðrum Asíulöndum en viðskipti voru stöðvuð með hlutabréfa í kauphöllinni í Suður-Kóreu þegar vísitalan féll um meira en 10 prósent. Helsta ástæðan fyrir fallinu á mörkuðunum er ótti fjárfesta við að samdráttur í Bandaríkjunum muni koma niður á útflutningi frá Asíu. Muni skattalegar aðgerðir stjórnvalda í Bandaríkjunum litlu skipta til að bæta ástandið, að sögn sérfræðinga í samtali við breska ríkisútvarpið. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur þvert á aðra þróun hækkað um 0,6 prósent, en vísitölur í Þýskalandi og Frakklandi hafa lækkað um 1,6 og 0,16 prósent. Þá hefur lækkun verið sömuleiðis á Norðurlöndunum upp á hálft til eitt prósent að meðaltali. Öðru máli gegnir hins vegar um Noreg en vísitalan þar í landi hefur hækkað um 0,09 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu eru beggja vegna núllsins í dag þrátt fyrir mikið gengisfall í Asíu í morgun. Mikil lækkun varð strax við upphaf viðskiptadagsins á helstu hlutabréfamörkuðum í Asíu í nótt en Nikkei-vísitalan ýtti við spilaborginni með falli upp á rúm 4,5 prósent. Þrátt fyrir örlítinn viðsnúning innan dags endaði hún í rúmum 5,6 prósenta falli. Svipaða sögu var að segja af hlutabréfamörkuðum í öðrum Asíulöndum en viðskipti voru stöðvuð með hlutabréfa í kauphöllinni í Suður-Kóreu þegar vísitalan féll um meira en 10 prósent. Helsta ástæðan fyrir fallinu á mörkuðunum er ótti fjárfesta við að samdráttur í Bandaríkjunum muni koma niður á útflutningi frá Asíu. Muni skattalegar aðgerðir stjórnvalda í Bandaríkjunum litlu skipta til að bæta ástandið, að sögn sérfræðinga í samtali við breska ríkisútvarpið. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur þvert á aðra þróun hækkað um 0,6 prósent, en vísitölur í Þýskalandi og Frakklandi hafa lækkað um 1,6 og 0,16 prósent. Þá hefur lækkun verið sömuleiðis á Norðurlöndunum upp á hálft til eitt prósent að meðaltali. Öðru máli gegnir hins vegar um Noreg en vísitalan þar í landi hefur hækkað um 0,09 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira